fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

Skora á forsætisráðherra og ríkisstjórnina um að taka frumkvæði að friði í Jemen

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 18:34

Hópur fólks sem eru meðlimir í Facebook-hópnum Vinir Jemens skoruðu í dag á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að þau vilja sjá íslensk stjórnvöld sína frumkvæði í norrænu samstarfi sem og innan sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.

Í yfirlýsingu frá hópnum segir orðrétt:

„Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.“

Segja þau að Ísland hafi áður sýnt fram á það að ekki þurfi fjölmenni, mikla fjármuni eða her til að ná miklum árangri eða láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda. Í tilkynningunni segir enn fremur:

„Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“

Hér má finna Facebook-síðu hópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

18 ára piltur dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón

18 ára piltur dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón
Fréttir
Í gær

Sonur Önnu verður fyrir einelti á Íslandi: „Það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans“

Sonur Önnu verður fyrir einelti á Íslandi: „Það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans“
Fréttir
Í gær

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega
Fréttir
Í gær

Ölvaður maður veittist að fólki – Fjöldi ökumanna í vímu

Ölvaður maður veittist að fólki – Fjöldi ökumanna í vímu
Fyrir 2 dögum

Elsie, Norman og Bessie

Elsie, Norman og Bessie
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða