fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Ríkharður sakaður um hrottalegt ofbeldi gegn konu í Hafnarfirði

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkharður Grétar Kolbeinsson, sem var árið 2011 dæmdur fyrir aðild að skotárás að Ásgarði á aðfangadag, hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn konu. Atvikið átti sér stað í og við hús í Hafnarfirði árið 2016 en samkvæmt ákæru var árás hans á konuna mjög hrottafengin.

Ríkharður er sakaður um að hafa slegið konuna mörgum sinnum í andlitið með krepptum hnefa, sparkað ítrekað í líkama hennar með fótum og hnjám. Hann er enn fremur sagður hafa rifið í hár hennar og dregið hana á hárinu eftir gólfinu. Samkvæmt ákæru hrinti hann henni utan í vegg og á stétt fyrir framan húsið.

Afleiðingar þessa voru að hún hlaut bólgu og mar í andlitið, dreifða marbletti um allan líkamann, auk „rifu á lifur með um það bit 1 cm blæðingu milli þindar og lifrar og rifu sem náði um það bil 3.5 cm inn í lifrina og var rétt rúmlega 2 cm breið,“ líkt og það er orðað í ákæru. Konan fer fram á 1,8 milljónir í miskabætur frá Ríkharði.

Ríkharður var líkt og fyrr segir dæmdur árið 2011 í árs fangelsi fyrir skotárás í Bústaðarhverfi á aðfangadag jóla. Að morgni aðfangadags fór Ríkharður ásamt Kristjáni Hauki Einarssyni, Degi Bjarna Kristinssyni og bróður sínum, Ívari Erni Kolbeinssyni, í íbúð í Ásgarði í Bústaðahverfi. Þar reyndu þeir að brjóta sér leið inn í íbúðina og var skotið á útidyradyrahurð íbúðarinnar með haglabyssu. Inni í húsinu voru hjón með tvö ung börn, en enginn slasaðist í árásinni. Ríkharður fékk árs fangelsisdóm fyrir hlut sinn að málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Adam ákærður fyrir stórfelld brot
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“