Fréttir

Kona missti meðvitund á Bjarna Fel

Hjálmar Friðriksson skrifar
Þriðjudaginn 20 febrúar 2018 20:15

Íslensk kona, fædd árið 1992, hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en henni er gefið að sök að hafa ráðist á aðra konu á skemmtistaðnum Bjarna Fel í mars árið 2015. Samkvæmt ákæru réðst hún á hina konuna með því að rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í gólfið.

Á gólfinu veittist sú ákærða á hina konuna með því að slá og sparka í höfuð hennar og háls allt með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og hlaut mar á vinstra heilahveli, brot á málbeini, einkenni heilahristings og dreifða yfirborðsáverka í andliti.

Konan sem fyrir árásinni krefst tæplega 700 þúsund króna í miska- og þjáningabætur auk lögmannsþóknunar að fjárhæð 250 þúsund króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 5 mínútum síðan
Kona missti meðvitund á Bjarna Fel

Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Fréttir
í gær
Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Fréttir
í gær
Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Fréttir
í gær
Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Fréttir
í gær
Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Sprengjuvargurinn í Texas þykir minna óhugnanlega mikið á hinn alræmda Ted Kaczynski

Mest lesið

Ekki missa af