fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Kona missti meðvitund á Bjarna Fel

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2018 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona, fædd árið 1992, hefur verið ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en henni er gefið að sök að hafa ráðist á aðra konu á skemmtistaðnum Bjarna Fel í mars árið 2015. Samkvæmt ákæru réðst hún á hina konuna með því að rífa í hár hennar og draga hana þannig niður í gólfið.

Á gólfinu veittist sú ákærða á hina konuna með því að slá og sparka í höfuð hennar og háls allt með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og hlaut mar á vinstra heilahveli, brot á málbeini, einkenni heilahristings og dreifða yfirborðsáverka í andliti.

Konan sem fyrir árásinni krefst tæplega 700 þúsund króna í miska- og þjáningabætur auk lögmannsþóknunar að fjárhæð 250 þúsund króna. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu