fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Slender Man-árásin óhugnanlega: 14 ára stúlka dæmd til 40 ára vistar á geðsjúkrahúsi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtán ára stúlka í Wisconsin í Bandaríkjunum, Morgan Geyser, hefur verið dæmd til 40 ára vistar á geðsjúkrahúsi vegna óhugnanlegrar hnífstungu árið 2014. Vinkona hennar, Anissa Weier, var í desember dæmd til 25 ára vistar.

Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en árásina, sem beindist gegn bekkjarsystur þeirra, frömdu þær til heiðurs skáldsagna- og hryllingspersónunni Slender Man. Um var að ræða persónu sem sköpuð hafði verið á vefsíðunni Creepypasta sem nýtur nokkurra vinsælda meðal aðdáenda hryllingssagna.

Fórnarlamb árásarinnar hlaut nítján stungusár og mátti litlu muna að verr færi. Þegar stúlkurnar voru á bak og burt tókst henni að skríða burt, illa slasaðri, og láta vita af sér. Lokkuðu stúlkurnar fórnarlambið í skóglendi þar sem árásin var framin. Þær voru tólf ára á þessum tíma.

Geyser var sú sem stakk stúlkuna en Weier hvatti hana áfram.

Dómari í málinu dæmdi Geyser til hámarksrefsingar sem var í samræmi við kröfur ákæruvaldsins. „Við megum ekki gleyma því að þetta var tilraun til manndráps,“ sagði dómarinn, Michael Bohren. Taldi hann að samfélaginu stafaði hætta af henni fengi hún að ganga laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu