fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ökumenn virða ekki lokanir: Óskað eftir aðstoð lögreglu – „Við erum hreinlega í vandræðum“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum hreinlega í vandræðum með vegfarendur sem virða ekki lokanir,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við RÚV.is.

Þar segir að Vegagerðin hafi óskað eftir aðstoð lögreglu í morgun vegna þess að vegfarendur virtu lokanir að vettugi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þetta átti til dæmis við um Hellisheiði sem lokað var í gærkvöldi vegna slæms veðurs. Ökumenn óku framhjá lokunarpóstum en vegna ófærðar festi fólk bíla sína.

G. Pétur segir að allt þetta geri það að verkum að lengri tíma tekur að opna veginn en ella. Hellisheiðin var enn lokuð á tíunda tímanum í morgun en vonir standa til að hægt verði að opna veginn fljótlega.

G. Pétur segir að lögregla hafi verið kölluð til í morgun. „Við vonumst til þess að vegfarendur taki meira mark á lögregluninni en björgunarsveitunum, það er eiginlega óskiljanlegt að fólk virði ekki þessar lokanir,“ segir G. Pétur við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu