fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan rannsakar andlát Natalie Wood á nýjan leik – Robert Wagner grunaður um að hafa ekki sagt satt um atburðarásina

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Los Angeles hefur frá árinu 2011 unnið að rannsókn á dauða bandarísku leikkonunnar Natalie Wood sem lést 1981. Hún hafði verið við drykkju á snekkju ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Robert Wagner, og vini þeirra Christopher Walken. Lík hennar fannst fljótandi í sjónum eftir að leit hófst að henni um nóttina.

Í viðtali í sjónvarpsþættinum 48 Hours á CBS sjónvarpsstöðinni sagði John Corina, lögreglumaður, að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á nýjan leik 2011 og hafi unnið að rannsókn síðan. Hann sagði að athygli lögreglunnar hafi á þessum tíma beinst sífellt meir að Wagner. Vitað sé að hann hafi verið sá sem síðast sá Wood áður en hún hvarf.

Wagner tilkynnti um hvar Wood klukkan 1.30 að nóttu og hófst þá leit. Í fyrstu var talið að hún gæti hafa farið í land á léttbát skútunnar.

Lík Wood fannst um 200 metra frá landi og var léttbáturinn nærri því. Hún lá á grúfu ofan í sjóinn. Áverkar voru á andliti hennar en dánardómsstjóri úrskurðaði að hún hefði látist af slysförum og áverkarnir á andlitinu hafi líklegast komið til þegar hún endaði í sjónum. Sky skýrir frá þessu.

Annar dánardómsstjóri tók málið til rannsóknar 2013 og var niðurstaða hans að dánarorsök Wood væri óljós. Í skýrslu hans kom fram að staðsetning áverkanna, fjöldi þeirra og að engir höfuðáverkar voru á líkinu bendir til að áverkarnir hafi komið áður en Wood lenti í sjónum.

Wagner, sem nú er 87 ára, sagði í endurminningum sínum, sem voru gefnar út 2008, að hann og Walken hafi rifist þessa nótt og að á endanum hafi Walken farið í háttinn en hann hafi sjálfur verið aðeins áfram á fótum. Þegar hann hafi farið í háttinn hafi hann tekið eftir því að Wood og léttbáturinn voru horfin.

Í endurminningunum sagði hann að enginn viti hvað hafi gerst, hugsanlega hafi Wood verið að flýja rifrildi hans og Walken eða hafi verið að binda léttbátinn við skútuna og hafi þá dottið útbyrðis.

Corina sagði í 48 Hours að enn skorti á að framburður Wagner passi við framburð vitna í málinu og að svo virðist sem Wagner hafi margoft breytt framburði sínum aðeins. Þegar upp er staðið þá passi frásögn hans ekki við atburðarásina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband