fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Líki lítils drengs skolaði upp á strönd í Texas – Lögreglan er engu nær um hver hann er – Birti mynd af líkinu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Galveston í Texas í Bandaríkjunum greip til þess óvenjulega ráðs í vikunni að birta ljósmynd af líki lítils drengs sem skolaði á land í Texas í október. Lögreglan hefur nefnt drenginn Litla Jacob en er engu nær um hver hann er eða hver dánarorsök hans var.

Í fyrstu lýsti lögreglan eftir ættingjum drengsins og fékk margar vísbendingar en þær hafa ekki fær lögregluna nær því að upplýsa hver drengurinn er. Í tengslum við eftirlýsinguna birti lögreglan teikningu af drengnum en nú hefur hún birt ljósmynd af líki hans.

Metro segir að talsmaður lögreglunnar, Josh Schirard, hafi sagt að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að birta myndina sem var tekin skömmu eftir að lík drengsins fannst þann 20. október síðastliðinn. En svo hafi verið komið að lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stendur nema að birta myndina.

Lögreglan telur að drengurinn hafi verið um 15 kíló og 3 til 4 ára. Krufning leiddi í ljós að ekkert vatn var í lungum hans og því er ljóst að hann var látinn áður en líki hans var hent í sjóinn. Engin ummerki um misnotkun fundust á líkinu. Engin sár voru á líkinu né merki þess að drengurinn hefði verið með einhvern sjúkdóm og því er óljóst hvað varð honum að bana.

Með aðstoð strandgæslunnar og veðurstofunnar hefur lögreglan reiknað út að líkinu hafi verið hent í sjóinn 12 til 48 klukkustundum áður en það fannst.

Lögreglan telur að drengurinn hafi látist 17. eða 18. október. Alríkislögreglan FBI hefur heitið 10.000 dollurum í verðlaun til handa þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til þess að foreldrar drengsins eða fósturforeldrar hans finnast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“