fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Jón Viðar kvartar undan skorðum á læknadópi: „Nú má maður ekki lengur dópa sig niður“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson segir það dæmigert fyrir íslensku þjóðina að nú eigi að setja skorður á sterk morfínskyld verkjalyf. Hann segir að ekki nóg með að flest allt sé ömurlegt hér á landi þá á nú að taka af fólki þann kost að dópa sig niður. Þetta segir Jón Viðar á Facebook og deilir frétt af RÚV þar sem greint er frá því að Lyfjastofnun hafi ákveðið að setja hömlur hversu miklu læknar megi ávísa af sterkum morfínskyldum verkjalyfjum.

Jóni Viðari lýst ekkert á þessa ákvörðun. „Ekki á af þessari þjóð að ganga. Hér búum við við upp til hópa vanhæfa og gerspillta stjórnmálastétt, skelfilegt veðurfar, handónýta fjölmiðla, þurfum að fara á fætur um miðja nótt hálft árið og sitjum þar að auki uppi með tryggingastofnun sem sér til þess að öryrkjar og aldraðir fari alls ekki yfir fátæktarmörkin … og nú má maður ekki lengur dópa sig niður svona einstöku sinnum til þess að fara ekki endanlega yfir um,“ segir Jón Viðar.

Hann bætir við að það þýði ekkert að bera Ísland saman við Norðurlönd þar sem þar séu mannsæmandi lífsskilyrði ólíkt hér á landi: „Og allt af því að mannfjandsamlegar embættismannablækur eru að bera okkur saman við siðmenntaðar þjóðir úti í Skandinavíu sem búa við mannsæmandi lífsskilyrði og þurfa ekki annað en fá sér í glas til að létta sér lundina. En við erum þjóð í hlekkjum hugarfarsins, eins og góður maður orðaði það eitt sinn.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala