fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Atli Rafn fótósjoppaður í burt

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsala á leiksýningu Borgarleikhússins á Rocky Horror hófst á fimmtudaginn og hefur leikhúsið því auglýst sýninguna grimmt á Facebook. Athygli vekur að búið er að „fótósjoppa“ Atla Rafn Sigurðarson leikara af plakötum verksins. Atli Rafn átti að leika krypplinginn Riff Raff í sýningunni og var því nokkuð fyrirferðarmikill á plakatinu.

Atli Rafn var rekinn úr Borgarleikhúsinu í desember vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Andstæðingar #metoo-umræðunnar hafa líkt hreyfingunni við hreinsanir Stalíns. Þótt slíkar líkingar séu að mati flestra ósmekklegar þá minnir þessi gjörningur leikhússins óneitanlega á Stalín, sem fjarlægði andstæðinga sína af myndum líkt og þeir hefðu aldrei verið til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“