fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Fréttir

„Fólkið í borginni þarf að rísa upp og endurheimta Reykjavíkurborg“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 09:21

Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram lista í borgarstjórnarkosningunum í vor, flokkurinn er einnig að skoða möguleika á að bjóða fram í öðrum sveitarfélögum. Þetta var ákveðið á fundi flokksins í Rúgbrauðsgerðinni um helgina.

Gunnar Smári Egilsson foringi sósíalista sagði í samtali við RÚV að hann ætti von á því að kosningabaráttan verði „stutt og snörp“. Nú verður farið í undirbúningsvinnu og gera má ráð fyrir að listi sósíalista í Reykjavík verði tilbúinn fyrir lok mars. Fram kemur í ályktun fundarins um helgina að framboðið sé eðlilegt framhald af kröfu um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. „Reykjavíkurborg rekur blóðuga láglaunastefnu gegn launafólki sínu, ber mikla sök á húsnæðiskreppunni sem grefur undan lífskjörum launafólks og hefur ýtt undir uppbyggingu húsnæðisbrasks, leigufyrirtækja og völd verktaka sem hafa stórgrætt á húsnæðisvanda hinna verst settu.“

Þar segir jafnframt: „Fólkið í borginni þarf að rísa upp og endurheimta Reykjavíkurborg, krefjast þess að sveitarfélagið þeirra þjóni hagsmunum fjöldans en ekki hinum fáu, ríku og voldugu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

18 ára piltur dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón

18 ára piltur dæmdur fyrir að bíta lögregluþjón
Fréttir
Í gær

Sonur Önnu verður fyrir einelti á Íslandi: „Það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans“

Sonur Önnu verður fyrir einelti á Íslandi: „Það er verið að segja ljót orð við hann og taka dótið hans“
Fréttir
Í gær

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega

Fjórir sjúklingar smitast af ýmsum sýkingum á Landspítalanum daglega
Fréttir
Í gær

Ölvaður maður veittist að fólki – Fjöldi ökumanna í vímu

Ölvaður maður veittist að fólki – Fjöldi ökumanna í vímu
Fyrir 2 dögum

Elsie, Norman og Bessie

Elsie, Norman og Bessie
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla

Borgin hyggst innheimta gjald af öðrum sveitarfélögum vegna íbúa sem nýta þjónustu neyðarskýla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“

Þekktur lögmaður segir að Ágúst Ólafur sé að skrópa í vinnunni – „Hann á bara að mæta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða

Einn ríkasti maður Íslands fékk felldar niður skuldir upp á 33,7 milljarða