fbpx
Fréttir

„Fólkið í borginni þarf að rísa upp og endurheimta Reykjavíkurborg“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 09:21

Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram lista í borgarstjórnarkosningunum í vor, flokkurinn er einnig að skoða möguleika á að bjóða fram í öðrum sveitarfélögum. Þetta var ákveðið á fundi flokksins í Rúgbrauðsgerðinni um helgina.

Gunnar Smári Egilsson foringi sósíalista sagði í samtali við RÚV að hann ætti von á því að kosningabaráttan verði „stutt og snörp“. Nú verður farið í undirbúningsvinnu og gera má ráð fyrir að listi sósíalista í Reykjavík verði tilbúinn fyrir lok mars. Fram kemur í ályktun fundarins um helgina að framboðið sé eðlilegt framhald af kröfu um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. „Reykjavíkurborg rekur blóðuga láglaunastefnu gegn launafólki sínu, ber mikla sök á húsnæðiskreppunni sem grefur undan lífskjörum launafólks og hefur ýtt undir uppbyggingu húsnæðisbrasks, leigufyrirtækja og völd verktaka sem hafa stórgrætt á húsnæðisvanda hinna verst settu.“

Þar segir jafnframt: „Fólkið í borginni þarf að rísa upp og endurheimta Reykjavíkurborg, krefjast þess að sveitarfélagið þeirra þjóni hagsmunum fjöldans en ekki hinum fáu, ríku og voldugu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Í gær

Svarti pardusinn: Hann var kallaður Vofan – „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“

Svarti pardusinn: Hann var kallaður Vofan – „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“
Fréttir
Í gær

Segir að Austur verði lokað í kvöld: Harðvítugar deilur – „Við erum búin að skila leyfinu og loka staðnum“

Segir að Austur verði lokað í kvöld: Harðvítugar deilur – „Við erum búin að skila leyfinu og loka staðnum“
Fyrir 2 dögum

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu

Þið þurfið ekki að taka við þessu öllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fylgstu með öllum leikjunum í enska boltanum á 433

Fylgstu með öllum leikjunum í enska boltanum á 433