fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Kaupþingskaldhæðni örlaganna

Fréttir

Á erfiðast með að trúa þessu við mál Sunnu Elvíru

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 14:01

Jón Kristinn Snæhólm er ósáttur við frétt DV þar sem fyrirsögnin var Sunna saklaus eða föst í lygavef? en Jón er talsmaður fjölskyldunnar. Tjáði hann sig um óánægju sína í viðtali við Vísi. Í frétt DV kom fram að Sunna og sambýlismaður hennar Sigurður Kristinsson hefðu verið á flótta og hann skilið eftir sig skuldahala sem sé til rannsóknar hjá yfirvöldum vegna gruns um stórfelld undanskot. Þá sagði DV frá því að sjúkraflugið kostar 4.1 milljón en ekki 5.5 eins og fjölskyldan hefur stöðugt haldið fram. Ýmisleg fleira nýtt kom fram í grein DV en Jón Kristinn var eins og áður segir ósáttur við fréttina og vildi meina að DV hefði sagt Sunnu vera lygakvendi. Vert er að taka fram að það gerðu blaðamenn DV aldrei. Um greinina sagði Jón Kristinn: „Þetta stuðar mig illa.“

Jón Kristinn er þekktur fyrir að stýra þáttunum Heimastjórnin á ÍNN og þá hefur einnig verið tengdur Sjálfstæðisflokknum frá unglingsárum. Jón var í viðtali við DV á dögunum þar sem hann greindi frá að hann hefði verið án áfengis í ár og þar sagði að Jón Kristinn hefði víða komið við á ferlinum. Blaðamaður Vísis Jakob Bjarnar segir í grein sinni að uppi hafi verið sögusagnir um að Sigurður Ragnar sambýlismaður Sunnu og Jón Kristinn hefðu kynnst í meðferð. Svo er ekki.

„Ég kynntist honum fyrir löngu síðan, við hellulagnir.“

Þá erum við komin að því sem Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri og nú starfsmaður RÚV og Þjóðleikhússins á erfitt með að trúa við þetta mál sem hefur skekið þjóðina. Jón Gnarr segir á Twitter:

„Það sem ég á erfiðast með að trúa í sambandi við mál Sunnu Elvíru eru fullyrðingar Jóns Kristins Snæhólms um að hann hafi unnið við hellulagnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af