Fréttir

Dularfullt hvarf skíðagöngumanns – Fannst í 4.000 kílómetra fjarlægð

Kristján Kristjánsson skrifar
Mánudaginn 19 febrúar 2018 06:07

Eftir víðtæka leit að 49 ára skíðagöngumanni fannst hann í 4.000 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem síðast hafði sést til hans. Maðurinn, Constantinos Filippidis, var á gönguskíðum í Whiteface Mountain Ski Resort í Wilmington í New York ríki þegar hann hvarf þann 7. febrúar.

Mikil leit var gerð að Filippidis, sem starfar sem slökkviliðsmaður í Toronto í Kanada, en hún skilaði engum árangri. Bandarískir fjölmiðlar segja að Filippidis hafi síðan skyndilega birst á alþjóðaflugvellinum í Sacramento í Kaliforníu þann 13. febrúar og var hann þá í skíðaskóm, skíðaúlpunni sinni og með hjálm. Hann var þá nýklipptur, með nýjan iPhone en mundi lítið eftir ferðum sínum. Hann sagðist þó ráma í að hann hefði ekið lengi í stórum flutningabíl.

Engir áverkar voru á honum og fékk hann því fljótlega að snúa aftur heim til Kanada en lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins og hefur auglýst eftir vitnum í þeirri von að einhver hafi séð til ferða Filippidis. Sjálfur telur Filippidis að hann hafi fengið höfuðhögg og því muni hann ekki hvað gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 5 mínútum síðan
Dularfullt hvarf skíðagöngumanns – Fannst í 4.000 kílómetra fjarlægð

Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Íslenski búningurinn kemst ekki á topp tíu yfir flottustu búninga HM

Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Réttarhöldum í danska kafbátsmálinu verður framhaldið í dag – Peter Madsen verður yfirheyrður í allan dag

Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Fréttir
í gær
Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi – Missti tryggingabætur fyrir vikið

Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Fréttir
í gær
Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Fréttir
í gær
Tommy Lee hyggst kæra son sinn fyrir líkamsárásina

Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Fréttir
í gær
Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Sprengjuvargurinn í Texas þykir minna óhugnanlega mikið á hinn alræmda Ted Kaczynski

Mest lesið

Ekki missa af