fbpx
Fréttir

Dularfullt hvarf skíðagöngumanns – Fannst í 4.000 kílómetra fjarlægð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. febrúar 2018 06:07

Eftir víðtæka leit að 49 ára skíðagöngumanni fannst hann í 4.000 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem síðast hafði sést til hans. Maðurinn, Constantinos Filippidis, var á gönguskíðum í Whiteface Mountain Ski Resort í Wilmington í New York ríki þegar hann hvarf þann 7. febrúar.

Mikil leit var gerð að Filippidis, sem starfar sem slökkviliðsmaður í Toronto í Kanada, en hún skilaði engum árangri. Bandarískir fjölmiðlar segja að Filippidis hafi síðan skyndilega birst á alþjóðaflugvellinum í Sacramento í Kaliforníu þann 13. febrúar og var hann þá í skíðaskóm, skíðaúlpunni sinni og með hjálm. Hann var þá nýklipptur, með nýjan iPhone en mundi lítið eftir ferðum sínum. Hann sagðist þó ráma í að hann hefði ekið lengi í stórum flutningabíl.

Engir áverkar voru á honum og fékk hann því fljótlega að snúa aftur heim til Kanada en lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins og hefur auglýst eftir vitnum í þeirri von að einhver hafi séð til ferða Filippidis. Sjálfur telur Filippidis að hann hafi fengið höfuðhögg og því muni hann ekki hvað gerðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“
Fréttir
Í gær

Myrti og misnotaði götubörn

Myrti og misnotaði götubörn
Í gær

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag

Sjáðu hvað Katrín sagði árið 2015 – Þetta er veruleikinn í dag
Fréttir
Í gær

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“

Þetta getur gerst ef þú keyrir mjög þreytt/ur – „Það er margt sem getur gerst á þeim tíma ef augunum er lokað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljónatjón eftir óhapp hjá ótryggðum verktaka í Keflavík

Milljónatjón eftir óhapp hjá ótryggðum verktaka í Keflavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borðar þú lakkrís? Helga segir að þá sért þú í vondum málum

Borðar þú lakkrís? Helga segir að þá sért þú í vondum málum