fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ágúst Kristján: „Áður en ég veit af eru sjö manns búnir að veitast að mér og halda mér niðri með valdi“

Auður Ösp
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir töldu að ég væri ógn við sjálfan mig og aðra og þeir voru að búa sig undir það að ég myndi valda usla eða hættu og þeir þyrftu þá að grípa til mjög róttækra aðgerða og það var, að því er virtist, þeim mjög eðlislægt að beita ofbeldi,“ segir Ágúst Kristján Steinarsson stjórnunarráðgjafi og tónlistarmaður en hann var greindur með geðhvörf 19 ára gamall og hefur reynslu af því að vera beittur valdbeitingu á geðdeild. Hann kveðst hafa upplifað allt annað viðmót í garð veikinda sinna þegar hann dvaldi á geðsjúkrahúsum í Danmörku: þar hafði starfsfólkið meiri þolinmæði og hann upplifði hlýju í sinn garð.

Í viðtali við Mannlega þáttinn kemur fram að þeir sem eru vistaðir gegn vilja sínum á sjúkrahúsi hafa ekkert að segja varðandi læknismeðferðina og oftar en ekki þarf að beita sjúklingana valdi.

Ágúst lýsir slíku atviki sem átti sér stað fyrir fimm árum, en hann var þá nýútskrifaður af geðdeild. Í raun hefði þó ekki átt að útskrifa hann þar sem hann var ennþá í maníu.

Mynd: © DV / Þormar Vignir Gunnarsson

„Ég var útskrifaður og kem daginn eftir til að sækja töskuna og er svona ginntur inn í samtal við lækni sem ég hafði ekki hitt áður. Áður en ég veit af eru sjö manns búnir að veitast að mér og halda mér niðri með valdi, afklæða mig og sprauta mig. Þeir urðu ekki rólegir fyrr en þeir voru búnir að sprauta mig,“

segir Ágúst og bætir við að hann hafi sjálfur staðið í þeirri trú að hann ætti ekki að vera á sjúkrahúsinu en starfsmennirnir hafi litið svo á að hann væri hættulegur sjálfum sér og öðrum. Að lokum endaði Ágúst á gólfinu og héldu sex lögreglumenn honum niðri.

Segir nauðsynlegt að útrýma fordómum

Hann segir þennan atburð hafa vakið með honum mikla reiði og nefnir í samanburði að hann hafi gjörólíka reynslu af geðsjúkrahúsum í Danmörku.

„Ég upplifði ást og kærleika. Það er stutta svarið. Fyrir vikið læknaðist ég á spítala í stað þess að brotna og verða verri einstaklingur,“ segir hann og bætir við að þó svo að hann hafi verið fárveikur af sjúkdómum og illa meðfærilegur þá hafi starfsfólkið í Danmörku „tæklað“ hann öðruvísi en gert var á Íslandi.

Mynd: Guðrún Þórsdóttir

„Þannig að þau höfðu bara þolinmæði fyrir þessum sjúkdómi sem ég var glíma við þessa stundina. Þau lögðu ekki dóma á það og tókst einhvern veginn, já… leyfðu þessu að líða hjá.“

Ágúst Kristján Steinarsson. Ljósmynd/skjáskot af vef RÚV.
Ágúst Kristján Steinarsson. Ljósmynd/skjáskot af vef RÚV.

Hann telur nauðsynlegt að útrýma ofbeldi, fordómum og óþolinmæði hjá geðheilbrigðisstarfsmönnum. Þetta eru hlutir sem eiga ekki að sjást inni á geðsjúkrahúsi og er ótrúlegt að skuli gerast. Þannig ef það myndi nást út úr jöfnunni þá held ég að valdbeitingin sem slík væri allt í lagi,“

segir hann og bætir við á öðrum stað að hann hafi oft orðið við fordóma hjá fagfólki á sjúkrahúsum. Nauðsynlegt sé að breyta viðhorfum innan spítalans en Kristján tengir þetta við vaxandi álag og starfsmannaskort innan stofnunarinnar.

„Þetta er ekki endilega hvað þú gerir heldur hvernig þú gerir það. Og þar á bak við allt saman er bara viðhorf. Einhvern tíma, einhvers staðar bognaði þetta. Þetta þarf að breytast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás