fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Hver stjórnar því hvaða fréttir þú lest og hvað eru góðir fjölmiðlar?

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 17. febrúar 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur kannski tekið eftir því að Facebook er búið að breyta taktinum á síðustu vikum?

Við fáum eiginlega bara tilkynningar um að einhver hafi svarað kommenti eða smellt læki á það. Fréttalinkum hefur verið skipt út fyrir myndir af börnum og gæludýrum og svo tökum við eftir mikilli virkni í öllum þessum grúppum sem við erum búin að skrá okkur í.

Undanfarin tíu ár, eða frá og með innkomu læktakkans, hefur Facebook hefur á vissan hátt þjónað sama tilgangi gagnvart fjölmiðlum á netinu og Spotify gagnvart tónlistarfólki og Netflix kvikmyndaframleiðendum.

Sumum finnst breytingin ágæt, enda hefur hún orðið til þess að margir nota tímaþjófinn minna.
Aðrir kunna illa við þetta, enda hafa margir vanist Facebook sem allsherjar fréttagátt þar sem bæði er hægt að fylgjast með og ræða þjóðmálin, og halda yfirborðskenndu sambandi við vini og kunningja.

Líklegast hefur forystulið Facebook fengið sjokk þegar það sá hversu einhliða (pólaríseruð) hægri/vinstri stjórnmálaumræðan þróaðist í gegnum fréttadeilingar á miðlinum og hvernig almennir notendur létu gabbast af platfréttum hvers konar.

Þau hafa ákveðið að einblína meira á ungbörn og skemmtilega hópa í stað þess að kynda undir einsleitni í pólitískri umræðu sem leiddi m.a. af sér appelsínugulan forseta og alls konar rugl.

Undanfarin tíu ár, eða frá og með innkomu læktakkans, hefur Facebook hefur á vissan hátt þjónað sama tilgangi gagnvart fjölmiðlum á netinu og Spotify gagnvart tónlistarfólki og Netflix kvikmyndaframleiðendum.

Facebook flokkaði síður (pages) eftir tegundum, og efni, sem var póstað í gegnum Facebook-síður fjölmiðla fékk góða dreifingu, – allt til síðustu áramóta.

Þegar maður pælir í því þá var þetta frekar steikt. Fréttir eru ekki sams konar afþreyingarefni og tónlist eða kvikmyndir og því ætti ekki að vera einhver samfélagsmiðill funkerandi sem gátt fyrir fréttaefni.

Góður fjölmiðill flytur heiðarlegar frásagnir af því sem er að gerast í þjóðfélaginu og heiminum og leitast við að vera eins sannur og hægt er. Það virkar því frekar undarlega þegar þessar frásagnir eru „sponsaðar“ inn á samfélagsmiðil eða auglýstar eins og eitthvert tannkrem eða önnur markaðsvara.

Vinsældir fjölmiðils ættu að ráðast af gæðum hans og heilindum og smellirnir ættu að vera tilkomnir af sömu ástæðu. Auglýsendur ættu að velja að kaupa auglýsingar í fjölmiðli sem er góður og þar af leiðandi vinsæll, ekki af því einhver hópur Indverja, eða annarra gervinotenda, situr og smellir á fullu gegn þóknun.

Við þurfum að fara aftur í tímann þegar kemur að fjölmiðlum á netinu. Merkja uppáhaldsfjölmiðlana sem upphafssíður í Chrome eða Explorer og kíkja svo nokkrum sinnum á dag í stað þess að láta duttlungafulla og tilraunaglaða Zuckerbergera hinum megin á hnettinum stjórna því hvort þeir standa eða falla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag
Fréttir
Í gær

Fjórir handteknir í austurborginni – Á stolnum bíl með þýfi

Fjórir handteknir í austurborginni – Á stolnum bíl með þýfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviðin jörð eiganda Procar: Fékk milljarða í lán frá Íbúðalánasjóði

Sviðin jörð eiganda Procar: Fékk milljarða í lán frá Íbúðalánasjóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi

Grátandi Rúmeninn með 440 þúsund á mánuði og tæpar 700 þúsund krónur á bankareikningi
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“