fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Mónika fékk fangelsisdóm fyrir að stela brók degi fyrir jól

Furðar sig á þyngd dómsins – Hundurinn borðar allar nærbuxur

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 15:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mónika Atladóttir, Akureyringur á þrítugsaldri, var á dögunum dæmd í mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir litlar sakir, að hennar mati. Hún stal svörtum nærbuxum, að verðmæti ríflega þúsund króna, í Lindex á Þorláksmessu á síðasta ári.

Mánuður fyrir Sóma-samloku

Síðasta sumar var karlmaður á sextugsaldri dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið samloku að verðmæti 599 krónur úr verslun 10-11 í Austurstræti, og borðað samlokuna án þess að greiða fyrir hana. Hann braut ekki skilorð en hafði þó fengið nokkra dóma fyrir auðgunarbrot.

Mónika furðar sig á þessum dómi í samtali við DV og segist hún hafa frekar búist við sekt þar sem hún viðurkenndi sök fúslega. Erlingur Sigtryggsson, dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra, kvað upp dóminn og segist hann átta sig vel á því að þetta sé þungur dómur fyrir litlar sakir. Hann hafi þó kveðið upp lægsta mögulega dóm sem lög leyfa.

Fimm mánuðir fyrir súpu og koníak

Fimmtugur karlmaður var árið 2008 dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið súpu að verðmæti 250 króna í 10-11 en maðurinn neytti hennar innan búðarinnar án þess að greiða. Hann stal enn fremur matarkoníaki í Hagkaupum að verðmæti 769 króna. Umræddur maður sendir DV reglulega bréf og er ljóst að hann gengur ekki heill til skógar. Lengd dómsins má skýra að hluta með því að hann braut skilorð.

Brókarlaus degi fyrir jól

Mónika segir það furðulegt að hafa fengið þennan dóm en hún kom af fjöllum þegar blaðamaður sagði henni að hún hefði verið dæmd fyrir þjófnaðinn og taldi að hún þyrfti einungis að greiða sex þúsund krónur í sekt. „Ég vissi að ég hafði verið kærð, mér var birt kæran. Þetta er glæpur og maður þarf að borga sekt. Þetta er samt svolítið út í hött þegar maður er að tala um nauðsynjavörur, í raun og veru. Ef ég hef ekki efni á að borga þúsund kall fyrir nærbuxur þá hef ég ekki efni á því að borga sex þúsund krónur í sekt,“ segir Mónika og hlær.

Hún segir að nærbuxurnar hafi raunar verið nauðsynjavara. Þannig er mál með vexti að hundur hennar sækist mikið í að borða nærbuxur hennar og var hún því brókarlaus degi fyrir jól. „Hundurinn minn er svo hrifinn af því að naga hluti úr bómull og nælonefnum. Þannig að ég verð alltaf mjög fljótt uppiskroppa með allt svona og ég er ekkert á sérstaklega háum launum, því ég er á féló,“ segir Mónika.

Þrettán mánuðir fyrir ketkrók

Fertugur karlmaður var dæmdur árið 2007 í þrettán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela úrbeinuðu hangilæri í Bónus í Hveragerði. Lengd dómsins mátti skýra að hluta með því að hann braut skilorð með stuldinum á kjötinu.

Lögin heimiluðu ekki sekt

Erlingur dómstjóri gerir ráð fyrir að enginn sakarkostnaður hljótist af þessu máli. Hann segir að þar sem Mónika hafi áður fengið dóm vegna auðgunarbrots þá hafi ekki verið hægt að sekta hana. Hún hafi þó fengið lágmarksrefsingu.

„Þetta var útvistardómur, hún mætti ekki og hún var aðvöruð að ef hún mætti ekki þá teldist hún hafa játað. Því var bara dæmt og það var enginn kostnaður á rannsóknarstigi. Refsiramminn, sem sagt lágmarksrefsing, fyrir þjófnað er fangelsi en í undantekningum, ef það er um smáræði að tefla og viðkomandi hefur ekki verið dæmdur fyrir auðgunarbrot áður, þá má fara niður í sekt. Hún hefur að minnsta kosti eitt auðgunarbrot á ferlinum og þar með er lágmarksfangelsi dæmt,“ segir Erlingur og bætir við að hann skilji það vel að svona dómar geti skotið skökku við í huga margra. Hann nefnir í því samhengi fræga frétt um hangikjötsþjóf sem fékk nokkurra mánaða fangelsi fyrir stuldinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk