fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Brynjar hjólar í Sólveigu Önnu: „Ylja gömlum kaldastríðsmanni um hjartarætur“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að orðræða Sólveigar Önnu Jónsdóttur formannsframbjóðanda í Eflingu um að stöðugleiki gagnist bara auðvaldinu sé gamaldags verkalýðspólitík sem stóð í vegi raunverulegra kjarabóta og framfara áratugum saman.

Sólveig Anna Jónsdóttir frambjóðandi til formanns Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir frambjóðandi til formanns Eflingar.

Mynd: Sigtryggur Ari

Sólveig Anna sagði í viðtali við DV að það gangi ekki lengur að láglaunafólk sé látið axla ábyrgð á stöðugleika þegar það ríkir aldrei neinn stöðugleiki í þeirra lífi. „Stöðugleikinn er fyrir auðvaldið sem getur þá haldið áfram að auðgast. Það er enginn stöðugleiki hjá þeim sem eru alltaf með fjárhagsáhyggjur, þurfa að leita til ættingja og vina eftir láni út mánuðinn eða húsnæði,“ sagði Sólveig Anna.

Sjá einnig: „Stöðugleikinn er fyrir auðvaldið“

Brynjar segir í færslu á Fésbók að launþegahreyfingar séu afar mikilvægar í öllum frjálsum ríkjum. „Nauðsynlegt er að þar sé í forsvari ábyrgt fólk, sem skilur að forsenda bættra kjara sé öflugt og samkeppnishæft atvinnulíf. Nú um stundir er að gera sig gildandi í þessum hreyfingum fólk sem kannast ekkert við fordæmalausa kaupmáttaraukningu almennings og telur að stöðugleiki gagnist bara auðvaldinu. Er nú verið að dusta rykið af gamaldags verkalýðspólitík, sem stóð í vegi raunverulegra kjarabóta og framfara áratugum saman.“ segir Brynjar og vísar þar til Sólveigar Önnu.

Segir Brynjar það ylja „gömlum kaldastríðsmanni um hjartarætur“ að heyra að nýju þessi slagorð um „arðrán“ og „auðvaldið“. „Ég skil að sannfærðir sósíalistar hafi engan áhuga á stöðugleika því þá er auðvitað enginn jarðvegur fyrir byltinguna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu