fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Vara við snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð

Auður Ösp
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjóflóðahætta er möguleg í Súðavíkurhlíð síðar í dag. Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka. eða þæfingur og þá eru fjallvegir á sunnanverðum Vestfjörðum ófærir og beðið er með mokstur. Einnig er beðið með mokstur í Ísafjarðardjúpi, á Steingrímsjarðarheiði, Þröskuldum. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka, snjóþekja eða þæfingur og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð og skafreningur er frá Hvolsvelli að Þjórsá. Þungfært er á Kjósarskarðsvegi og þá er ófært í Landeyjum og í Fljótshlíð.

Hálkublettir og skafrenningur er á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu og hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi. Þæfingsfærð er frá Þorlákshöfn að Selvoga. Hálka og skafrenningur er á Suðurstrandarvegi. Þungfært og skafrenningur er á Krýsurvíkurvegi.

Þá eru Hellisheiðin, Þrengsli, Sandskeið, Mosfellsheið og Lyngdalsheiði lokaðar. Þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni er sömueiðis lokaður og sama gildir um Holtavörðuheiði, Brattabrekku, Hólasand og Fróðárheiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu