Fréttir

Þolandi segir aðstoðarmann ráðherra hafa gert lítið úr kynferðisbroti: „Það bara snappaði eitthvað inn í mér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 14:30

Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segist hafa brugðið þegar hún sá að Sif Konráðsdóttir væri orðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra. Sif var réttargæslumaður Ólafar í máli þar sem kennarinn hennar var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn Ólöfu og annarri stúlku. Ólöf segir í viðtali við Kjarnann í dag að málið hafi valdið henni kvíða, félagslegri einangrun og sjálfsvígstilraunar, hún eigi enn í dag erfitt með félagslegar tengingar. Maðurinn var dæmdur árið 2005 og var gert að greiða Ólöfu og annarri stúlku miskabætur, miskabætur sem skiluðu sér ekki frá Sif Konráðsdóttur réttargæslumanni hennar.

Ólöf segist upplifa það sem sjálfstætt brot og segir Sif hafa gert gert lítið úr brotinu. „Ef ég myndi stela úr fyrirtækinu sem ég er að vinna hjá, en seint og síðar meir borga það til baka, þá fengi ég ekkert að halda vinnunni,“ segir Ólöf við Kjarnann. Hún fékk þó bæturnar greiddar á endanum. Þetta var ekki eina málið af þessum toga, en Sif var kærð til Lögmannafélagsins árið 2008 fyrir að greiða ekki öðru barni sem hún var réttargæslumaður fyrir bætur í Hæstarétti. Kæran var látin niður falla eftir að Sif sendi henni fé.

Ólöf segist hafa brugðið og upplifað það sem vanvirðingu gagnvart því sem hún varð fyrir þegar hún sá að Sif væri orðin aðstoðarmaður ráðherra: „Það bara snappaði eitthvað inn í mér,“ segir Ólöf.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra sagði í viðtali á Stöð 2 síðustu helgi að hann hafi vitað af málinu þegar Sif var ráðin en hún hafi fullvissað hann um að gengið hafi verið frá málinu á sínum tíma en hún hafi fullt traust í starfi.

Ólöf segir þetta hrikalegt: „Hún er að vinna fyrir mig. Hún er að vinna fyrir ríkisstjórnina mína. Þetta væri annað ef hún væri bara að vinna einhvers staðar sem lögfræðingur, ekki lögmaður eða í opinberu starfi. Fyrir mér gengur það bara ekki upp að hún sé að sinna einhverjum ábyrgðarstörfum fyrir fólk. Það er ekki oft sem ég stend upp fyrir sjálfri mér en nú vil ég gera það“

Ekki náðist í Sif Konráðsdóttur aðstoðarmann ráðherra við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið – Ótrúlegt klúður Aubameyang gegn Chelsea

Sjáðu atvikið – Ótrúlegt klúður Aubameyang gegn Chelsea
BleiktFréttir
Fyrir 2 dögum

Segir skrif íslensks læknis grafa undan mannréttindabaráttu intersex fólks: „Líkamar intersex fólks eru svo sannarlega ekki gallaðir á nokkurn hátt“

Segir skrif íslensks læknis grafa undan mannréttindabaráttu intersex fólks: „Líkamar intersex fólks eru svo sannarlega ekki gallaðir á nokkurn hátt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Ferðamenn á Akureyri nota strætóskýli sem eldhús

Mynd dagsins: Ferðamenn á Akureyri nota strætóskýli sem eldhús
Fyrir 3 dögum

Hvar eru konurnar?

Hvar eru konurnar?