fbpx
Föstudagur 15.febrúar 2019
Fréttir

Sunna brotnaði saman á spítalanum og fékk taugaáfall: „Þá bara brást eitthvað inn í mér“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að bilast hérnam þetta er svo erfitt,“ segir Sunna Elvíra Þorkelsdóttir sem nú hefur legið hefur lömuð á spítala í Marbella í tæpan mánuð. Líkt og DV greindi frá þann 9.febrúar síðastliðinn. hefur verið á dagskrá undanfarna á að flytja Sunnu Elviru á sérstakt sjúkrahús í Toledo. Um er að ræða tíu tíma erfitt ferðalag enda er Toledo í miðju Spánar, um 350 kílómetra frá Malaga. Það hefur vakið mikla furðu hjá íslenskum yfirvöldum og aðstandendum Sunnu Elviru að flutningurinn hafi ítrekað verið stöðvaður af spænskum yfirvöldum án skýringa. Í viðtali sem birtist á vef Fréttablaðsins í gærkvöldi kemur fram að Sunna hafi fengið taugaáfall á dögunum eftir langvarandi álag.

Líkt og áður hefur komið fram þá slasaðist Sunna illa í slysi á Malaga á Spáni á dögunum og um tíma lá Sigurður undir grun um að hafa orðið valdur að slysinu. Honum var sleppt úr haldi en var handtekinn við komu sína til Íslands frá Spáni.
Var hann úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í tengslum við skáksmyglmálið svokallaða. Komið hefur fram að málið byrjaði þegar pakki frá Spáni barst til skrifstofu Skáksambands Íslands. Reyndist hann innihalda um átta kílógrömm af fíkniefnum sem falin voru í verðlaunagripum fyrir skák.

Á meðan liggur Sunna föst á sjúkrahúsi á Spáni þríhryggbrotin og lömuð frá brjósti .Undanfarna daga hefur verið á dagskrá undanfarna á að flytja Sunnu Elviru á sérstakt sjúkrahús í Toledo. Um er að ræða tíu tíma erfitt ferðalag enda er Toledo í miðju Spánar, um 350 kílómetra frá Malaga.

Það hefur vakið mikla furðu hjá íslenskum yfirvöldum og aðstandendum Sunnu Elviru að flutningurinn hafi ítrekað verið stöðvaður af spænskum yfirvöldum án skýringa. Samkvæmt heimildum DV kann ástæðan fyrir tregðunni varðandi flutning Sunnu Elviru til Toledo að vera sú að greiðslan fyrir sendinguna var rakin til hennar og hefur hún ekki getað veitt lögregluyfirvöldum skýringar á því.

Svimaði og sortnaði fyrir augun

Í viðtali Fréttablaðsins lýsir Sunna því hvernig hún brotnaði saman á spítalanum.

„Svo í gær, þá gerðist eitthvað í líkamanum. Allt í einu fór mig að svima ofsalega mikið, mér sortnaði fyrir augum, ég kastaði upp og síðan allt í einu missti ég andann. Ég náði bara ekki andanum. Og þá fékk ég algjört panik og var ofsalega hrædd. Ég fékk bara taugaáfall hérna.

Læknarnir hlupu hingað inn og þurftu að sprauta mig niður. Stundum bara læðast taugarnar aftan að manni og segja bara Stopp! Núna þarftu að slaka á! En það er bara svolítið erfitt í þessum kringumstæðum og í gær þá bara brást eitthvað inn í mér,“ segir Sunna sem nú lagt hefur fram erindi til íslenska ríkisins um að fá að koma heim til Íslands á undanþágu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“

Þorbjörg stefnir barnsföður sínum sem vill ekki sjá Einar litla: „Sorglegt fyrir hann að vilja ekki sjá barnið sitt dafna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta

Einstæð móðir á Íslandi með tvö börn verður við hungurmörk á miðnætti 22. febrúar – Þau munu öll svelta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hatari segist hafa ráðið Margréti Friðriksdóttur sem kynningarfullrúa

Hatari segist hafa ráðið Margréti Friðriksdóttur sem kynningarfullrúa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mosfellsbær styður kukl: Borgaði fyrir að auglýsa transheilun, stjörnuheilun, reiki, miðlun og tarotspilum

Mosfellsbær styður kukl: Borgaði fyrir að auglýsa transheilun, stjörnuheilun, reiki, miðlun og tarotspilum