Fréttir

Stal bíl og klessti neðar í götunni

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 20:30

Nítján ára karlmaður var dæmdur í gær í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en hann var meðal annars sakaður um að hafa tekið bíl í óleyfi í Ármúla og ekið honum á ljósastaur í sömu götu. Játaði hann einnig að hafa í fimm mismunandi skipti brotið umferðarlög með því að aka undir áhrifum fíkniefna og að hafa í önnur þrjú skipti verið með minniháttar magn fíkniefna í fórum sínum.

Maður gekkst skýlaust við brotum sínum og hafði ekki áður verið dæmdur til að sæta refsingu samkvæmt sakavottorð. Einnig var horft til þess að ákærði var ungur að árum þegar hann framdi brotinn og að hann hafi viðurkennt bótaskyldu til eiganda bílsins, en hann skemmdist töluvert við áreksturinn á ljósastaurinn. Var þetta allt tekið honum til tekna við ákvörðun dómsins og varð því niðurstaðan að skilorðsbinda dóminn til tveggja ára.

Ákærða var einnig gert að greiða kostnað lögreglurannsóknarinnar, 654.365 krónur, og 280.000 krónur í laun til verjanda síns. Eigandi bílsins sem skemmdist gerði kröfu upp á 300.000 krónur en þar sem dæmdi viðurkenndi bótaskyldu sína þótti 150.000 krónur hæfileg upphæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið – Ótrúlegt klúður Aubameyang gegn Chelsea

Sjáðu atvikið – Ótrúlegt klúður Aubameyang gegn Chelsea
BleiktFréttir
Fyrir 2 dögum

Segir skrif íslensks læknis grafa undan mannréttindabaráttu intersex fólks: „Líkamar intersex fólks eru svo sannarlega ekki gallaðir á nokkurn hátt“

Segir skrif íslensks læknis grafa undan mannréttindabaráttu intersex fólks: „Líkamar intersex fólks eru svo sannarlega ekki gallaðir á nokkurn hátt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Ferðamenn á Akureyri nota strætóskýli sem eldhús

Mynd dagsins: Ferðamenn á Akureyri nota strætóskýli sem eldhús
Fyrir 3 dögum

Hvar eru konurnar?

Hvar eru konurnar?