fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Margrét stofnar stjórnmálaflokk sem ætlar að fylgja skoðanakönnunum í einu og öllu

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Margrét Friðriksdóttir vinnur nú að því að setja á fót stjórnmálaflokkinn Beint lýðræði, flokkur sem ætlar að fylgja skoðanakönnunum í einu og öllu. Þrátt fyrir það verður flokkurinn með stefnuskrá þar sem er meðal annars áhersla á að fækka fóstureyðingum hér á landi.

Margrét sagði í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun að hugsanlegt væri að flokkurinn byði fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Markmiðið sé, eins og kemur fram í nafni flokksins, að auka beint lýðræði og fjölga rafrænum kosningum. Flokkurinn mun á næstunni opna heimasíðu þar sem almenningur getur kosið um stefnu flokksins. Margrét segir að það skipti í raun ekki máli hver sé fulltrúi flokksins þar sem viðkomandi þyrfti að fara eftir niðurstöðum skoðanakannananna í einu og öllu. „Það er hluti af hugmyndafræðinni. Við viljum virkja þjóðina og ungt fólk í pólitík. Við erum líka með stefnuskrá sem við eigum eftir að birta.“

Hún er bjartsýn á framboð í vor en ef það tekst ekki þá verði flokkurinn tilbúinn í næstu Alþingiskosningar. „Við erum að leita eftir fólki, við erum í viðræðum við fólk. Þetta tekur tíma.“

Varðandi fóstureyðingar hér á landi segir Margrét þær of margar: „Staðreyndin er sú að margir eru kærulausir og þess vegna er mikið um fóstureyðingar á Íslandi. Við erum að eyða hérna fullri Laugardalshöll af börnum á fimm árum hérna á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus