Fréttir

Freyja upplýst um smánandi myndir af sér á netinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 19:00

Freyja Haraldsdóttir verkefnastýra hjá Tabú og fyrrverandi varaþingkona Bjartrar framtíðar hvetur fólk til að tilkynna Fésbókarhópinn Fyndnir frændur eftir að hún var upplýst um að verið væri að framleiða smánandi myndir af sér og deila í hópnum. Ein slíkra mynda sýnir Freyju ofan á páskaeggi. „Eftir samráð við lögreglu eru myndbirtingar af þessum toga leyfilegar en ég gæti mögulega farið í meiðyrðamál sem ég hef hvorki orku til né áhuga fyrir á þessari stundu,“ segir Freyja í færslu á Fésbók. Hún hvetur fólk hins vegar til að tilkynna, eða „reporta“, Fyndna frændur til Facebook.

Fjölmargir hafa orðið við beiðni Freyju, þar á meðal Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu og Nichole Leigh Mosty fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar. Freyja hefur einnig fengið hlý skilaboð. „Mundu hvað við erum mörg sem erum þér þakklát fyrir þrotlausa baráttu og hugrekki,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.

Páll Valur Björnsson fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar vildi svo fá leiðbeiningar til að reporta hópinn. „Það er ekki hægt að fara inná síðuna nema ganga í hópinn og það langar mig ekki. Hvernig reportar maður svona rusl? Vertu sterk elsku Freyja þó svona sé ömurlegt og ég hugsa til þín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aurskriða féll á Akureyri

Aurskriða féll á Akureyri