Fréttir

Mynd Freysteins hefur vakið óhug: Afhverju skreið innbrotsþjófurinn eftir gólfinu?

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 13:50

Mynd sem hjónin Freysteinn Jónsson og Björg Kjartansdóttir deildu í gær á Facebook hefur vakið óhug meðal margra og hefur DV rætt við fólk sem svaf illa í nótt eftir að hafa séð hana. Myndin sýnir innbrotsþjóf skríða eftir gólfinu á heimili þeirra í Reykjavík. Þau eru stödd erlendis en Freysteinn segir í samtali við DV að maðurinn hafi náð að hafa á brott með sér skartgripi. Þau segjast hafa deilt myndinni í von um að maðurinn þekktist af myndunum.

„Hann var svo rólegur, þessi drengur, hann skreið á gólfinu. Við erum með þjófavörn en hann gat skriðið undir geisla þjófavarnanna. Við erum með vídeómyndavél sem tók myndir af honum, en hann gerir sér svo lítið fyrir að hann hallar sér upp að stól í stofunni, þar sem hann er búinn að færast aftur á bak og áfram, og heldur á kaffibolla eða rauðvínsglasi. Hann var bara alveg rólegur. Hann var ekkert að flýta sér, hann var hálftíma í húsinu. Samt erum við með þjófavörn en hann er að dúlla sér í hálftíma,“ segir Freysteinn.

Freysteinn segir að svo virðist sem þjófurinn hafi náð að hafa á brott með sér skartgripi og úr. Engar skemmdir séu á húsinu. Maðurinn braust inn í hús þeirra rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi en nágranni þeirra varð var um manninn.
Innbrotahrinna virðist í gangi á Íslandi nú en töluvert hefur verið um innbrot í heimahús á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og leikur grunur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Flest innbrotanna eiga það sameiginlegt að vera framin á daginn og að stolið sé skartgripum og peningum, en önnur verðmæti látin ósnert. Sú lýsing virðist eiga vel um innbrotið hjá Freysteini í gær.

Freysteinn segir að þjófurinn hafi ekkert verið að drífa sig.
Í makindum Freysteinn segir að þjófurinn hafi ekkert verið að drífa sig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aurskriða féll á Akureyri

Aurskriða féll á Akureyri