fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Kýldi lögreglumann og klóraði í andlitið

Auður Ösp
Mánudaginn 12. febrúar 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður fæddur árið 1981 hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Var hann sakfelldur fyrir að hafa ráðist á lögreglumann en árásin átti sér stað á heimili mannsins í Reykjanesbæ í maí 2016.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi að kvöldi laugardagsins 28. maí ráðist á lögreglumann sem hafði verið kallaður að heimili hans. Greip maðurinn í vesti lögreglumannsins og sló hann nokkrum sinnum í andlitið með krepptum hnefa.

Þá klóraði hann lögreglumanninn í andlitið, með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn hlaut mar og bólgu yfir nefi, klórför yfir vinstri hlið nefs og vinstri hlið andlits undir auga, þreifieymsli í neðri hluta kjálka og mikil eymsli yfir efri góm hjá framtönnum og skrámur yfir hægri hluta háls og eymsli í hálsi.

Maðurinn játaði sök fyrir dómi en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður sætt refsingum. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að atlaga mannsins að lögreglumanninum hafi verið „ ófyrirleitin og ofsafengin.“

Þótti hæfileg refsing þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem manninum er gert að greiða rúmlega 260 þúsund krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt