Gunnar Smári: Vigdís hlægilegt borgarstjóraefni – Vg og Samfylking fá fyrir ferðina

Líklegt er að Sósíalistaflokks Íslands bjóði fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Framboðsmál eru þó enn á viðræðustigi en endanleg ákvörðun mun liggja fyrir á sunnudaginn. Þetta segir Gunnar Smári Egilsson formaður flokksins í viðtali á Eyjunni en tekur fram að hann hafi ekki hugsað um framboð.

Gunnar Smári telur að vegna fjölda flokka munu enginn þeirra ná meira en fjórum til fimm borgarfulltrúum.

„ og því tómt mál að tala um að Dagur eða Eyþór séu sjálfgefnir borgarstjórar,“ bætir Gunnar Smári við. Hann er heldur ekki hrifinn af nýjasta útspili Miðflokksins en Vigdís Hauksdóttir mun fara þar fremst í flokki. „Miðflokkurinn stillir upp Vigdísi Hauksdóttur sem borgarstjóraefni, sem er bara hlægilegt. Hver ætli vilji hana sem borgarstjóra ?“

Framboð fyrir láglaunafólk

Framboð Sósíalistaflokks Íslands á að reka sóknarbaráttu fyrir þá verst settu, láglaunafólk og leigjendur, öryrkja og fátæka lífeyrisþega, innflytjendur og aðra sem eru á jaðrinum sem og þá sem haldið er niðri og til hliðar í samfélaginu. Gunnar Smári segir:

„Það er fráleitt að nú sé bara talað um einhverja fjarlæga framtíð í skipulagsmálum, eins og borgarlínu, sem er bara tæknilegt atriði, þegar umræðan og stjórnmálin ættu að snúast um bætta þjónustu við fólk sem hefur til dæmis ekkert efni á að eiga bíl. Það er eins og meirihlutanum finnist þetta ekki nógu fínt fólk og vilji hefja umræðuna á svona stað, að þar sem að þeir sem eiga bíl en kjósa ekki að nota hann, gætu farið að velta fyrir sér almannasamgöngum, meðan það eru tugir þúsunda borgarbúa sem búa við ömurlega þjónustu.“

Vg flokkur menntaðrar millistéttar

Gunnar Smári segir fátt sameiginlegt með hans flokki og Vinstri grænum og Samfylkingu. Telur Gunnar Smári að láglaunafólk mun forðast að kjósa VG sem sé í dag flokkur menntaðrar millistéttar sem hafi tekið yfir gömlu verkalýðsflokkana.

„ ... ef þú skoðar stefnumál þeirra, (Vg og Samfylking) þá miðar það allt að svona skemmtilegu lífi, og Reykjavík á að vera smart, allt er aðlagað að þörfum og og væntingum þokkalega vel stæðs fólks með mikið sjálfstraust. Á meðan þarf verkalýðurinn að treysta á samstöðu til að að geta barist fyrir sínum sjálfsögðu markmiðum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.