fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Færðin smátt og smátt að komast í eðlilegt horf

Auður Ösp
Mánudaginn 12. febrúar 2018 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að opna fyrir umferð og ryðja flesta vegi. Þá er færðin smátt og smátt að komast í eðlilegt horf. Hálka er á flestum leiðum á Suðvestur- og Suðurlandi. Þá er víða ófært eða þæfingar á útvegum á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Opnað hefur verið fyrir umferð um Holtavörðuheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og þá var opnað á umferð um Hellisheiði og Þrengslin fyrr í morgun. Brattabrekka, Fróðárheiði og Súðavíkurhlíð eru hins vegar enn lokaðar.

Á Vesturlandi er snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum og mokstur stendur yfir. Þungfært er í Staðarsveit en ófært frá Fróðárheiði í Hellnar. Lokað er um Fróðárheiði og Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum eru flestir vegir en ófærir en moksturstendur yfir. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, hálka er á Flateyrarvegi og í til Suðureyrar.

Þæfingur er á Norðurlandi vestra og á Öxnadalsheiði annars er hálka og eitthvað um éljagang um norðan vert landið.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.

Þá er Þingskálavegur (vegur 268) ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis