Fréttir

Færðin smátt og smátt að komast í eðlilegt horf

Auður Ösp
Mánudaginn 12. febrúar 2018 09:34

Búið er að opna fyrir umferð og ryðja flesta vegi. Þá er færðin smátt og smátt að komast í eðlilegt horf. Hálka er á flestum leiðum á Suðvestur- og Suðurlandi. Þá er víða ófært eða þæfingar á útvegum á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Opnað hefur verið fyrir umferð um Holtavörðuheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og þá var opnað á umferð um Hellisheiði og Þrengslin fyrr í morgun. Brattabrekka, Fróðárheiði og Súðavíkurhlíð eru hins vegar enn lokaðar.

Á Vesturlandi er snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum og mokstur stendur yfir. Þungfært er í Staðarsveit en ófært frá Fróðárheiði í Hellnar. Lokað er um Fróðárheiði og Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum eru flestir vegir en ófærir en moksturstendur yfir. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, hálka er á Flateyrarvegi og í til Suðureyrar.

Þæfingur er á Norðurlandi vestra og á Öxnadalsheiði annars er hálka og eitthvað um éljagang um norðan vert landið.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.

Þá er Þingskálavegur (vegur 268) ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Óskaskrín í jólapakkann
Fréttir
Í gær

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu

Vottun hf. missti faggildingu sína hjá Einkaleyfastofu
Fréttir
Í gær

Veiparar Íslands

Veiparar Íslands
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann

Dularfullt hvarf kafbáts á síðasta ári – Telja sig hafa fundið hann
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt

Þrír stungnir í Kaupmannahöfn í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum

63 látnir og yfir 600 saknað í Kaliforníueldum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli

Niðurgangur og uppköst fjölda gesta eftir heimsókn á Skelfiskmarkaðinn – Eigendur í áfalli