Færðin smátt og smátt að komast í eðlilegt horf

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Búið er að opna fyrir umferð og ryðja flesta vegi. Þá er færðin smátt og smátt að komast í eðlilegt horf. Hálka er á flestum leiðum á Suðvestur- og Suðurlandi. Þá er víða ófært eða þæfingar á útvegum á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Opnað hefur verið fyrir umferð um Holtavörðuheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og þá var opnað á umferð um Hellisheiði og Þrengslin fyrr í morgun. Brattabrekka, Fróðárheiði og Súðavíkurhlíð eru hins vegar enn lokaðar.

Á Vesturlandi er snjóþekja og éljagangur á flestum leiðum og mokstur stendur yfir. Þungfært er í Staðarsveit en ófært frá Fróðárheiði í Hellnar. Lokað er um Fróðárheiði og Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum eru flestir vegir en ófærir en moksturstendur yfir. Þæfingur er á Gemlufallsheiði, hálka er á Flateyrarvegi og í til Suðureyrar.

Þæfingur er á Norðurlandi vestra og á Öxnadalsheiði annars er hálka og eitthvað um éljagang um norðan vert landið.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka eða hálkublettir.

Þá er Þingskálavegur (vegur 268) ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.