Reykjanesbraut lokuð vegna umferðarslyss

Mynd: © DV ehf / Ásgeir M Einarsson

Reykjanesbraut, milli Suðurnesja og Hafnarfjarðar, er lokuð vegna umferðarslyss.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Tveggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut og er bæði lögregla og slökkvilið með talsverðan viðbúnað vegna þessa samkvæmt Vísi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.