fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ölvaðar ungar konur handteknar í miðbænum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 23:40 í gærkvöldi var mjög ölvaður maður handtekinn í miðbænum fyrir mikil eignaspjöll á bifreið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar stendur enn fremur:

„Ökumaður og farþegi sátu í kyrrstæðri bifreiðinni þegar ölvaði maðurinn kom að og reyndi að komast inn í bifreiðina. Þegar honum var ekki hleypt inn barði hann og sparkaði í allar hliðar bifreiðarinnar og hafði í ofbeldishótunum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar ölvíman rennur af honum.“

Lögreglan handtók tvær mjög ölvaðar ungar konur í miðbænum klukkan hálf tvö í nótt. Konurnar voru færðar á lögreglustöð en þeim hafði verið vísað út af skemmtistað vegna hegðunar. „Þegar út var komið sló önnur konan dyravörð og hin henti glerglasi í bifreið. Óvíst með kröfur, áverka og skemmdir á þessu stigi.“

Lögreglunni barst nokkrar tilkynningar um slagsmál í miðbænum fyrri hluta nætur. Minniháttar áverkar, enginn handtekinn og engar kröfur að sögn lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu