Fréttir

Veður versnar: Eftirfarandi vegir lokaðir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 10. febrúar 2018 17:48

Veður er að versna og því hefur eftirfarandi vegum í nágrenni borgarinnar verið lokað: Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði og Kjósaskarðsvegi. Þessi svæði eru vinnusvæði viðbragðsaðila og lokuð fyrir allri umferð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar stendur enn fremur:

„Töluvert hefur verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast, þrátt fyrir lokanir, en láti síðan óánægja sína dynja á björgunarsveitarmönnum. Þetta er algerlega óþolandi framkoma og því biðjum við ökumenn að virða lokanir, og sérstaklega að virða störf björgunarsveita við þessar erfiðu aðstæður.“

Enn er opið um Suðurstrandaveg og Þrengsli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af