fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Sjálfsfróun og stífir getnaðarlimir – Ekkert er dregið undan í nýrri danskri barnabók

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. febrúar 2018 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kannski finnst þér undarlegt eða kjánalegt að stunda sjálfsfróun en það er alveg eðlilegt. Næstum allir gera þetta og það er gott því það er mikilvægt að læra inn á líkama sinn.“

Þetta segir meðal annars í nýrri danskri barnabók, sem heitir ´Hvad er sex?´, um kynlíf en bókin er ætluð börnum á aldrinum 8-12 ára. Höfundur bókarinnar er Sabine Lemire. Fjöldi teikninga prýðir bókina og er ekkert dregið undan á þessum teikningum. Þar eru meðal annars teikningar þar sem koddar og sturtuhausar koma við sögu í sjálfsfróun. Kynlíf fullorðinna er einnig sýnt sem og stífur getnaðarlimur sem er verið að setja smokk á.

Jótlandspósturinn segir að það hafi verið mikilvægt fyrir höfundinn að draga ekkert undan þegar hún lýsti ást, ástarsorg, líkamanum, kynlífi, sjálfsfróun, fæðingu og birtingu nektarmynda. Allt séu þetta efni sem eigi erindi við yngstu kynslóðina.

Í samtali við Jótlandspóstinn sagði Lemire að börn verði að læra um langair til að vita hvenær þau eiga að segja stopp. Hún sagði einnig að foreldrar væru ekki svo góðir í að taka þessa umræðu við börnin sín og reikni ekki með að börnin séu komin svo langt á veg sem þau eru.

„í dag sjá börn svo ótrúlega margt svo ég held að það sé ekki svo hættulegt að hafa einn kafla um sjálfsfróun, jafnvel þótt börnin séu ekki farin að stunda sjálfsfróun. Mörg lítil börn stunda sjálfsfróun, þessi kafli virðist því kannski vera ögrandi en á meira erindi en margt annað.“

Teikning úr bókinni.
Teikning úr bókinni.

Mynd: Teikning: Rasmus Bregnehøi úr bókinni Hvad er sex?

Hún viðurkennir að sumum kunni að finnast 10 ára börn of ung til að sjá jafn skýrar teikningar og lýsingar eins og eru í Hvad er sex? Hún sagðist telja að fólk sé almennt orðið svo varfærið í dag, þvert á það sem var á áttunda áratugnum þegar skrifað var: „pabbinn og mamman vilja gjarnan að typpið fari inn í píkuna því það er svo gott.“ Hún sagðist hafa reynt að fara milliveginn í umfjöllun sinni.

Hvad er sex? En bog om kys, knald og kærlighed til børn og deres voksne‘ kom út í síðustu viku hjá Gyldendal forlaginu í Kaupmannahöfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“
Í gær

Óíslensk hegðun

Óíslensk hegðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dottaði undir stýri og fór út af

Dottaði undir stýri og fór út af
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“

Myndband: Bandóðir bílstjórar börðust við Bauhaus – Ástæðan var ótrúleg – „Svo rauk minni gaurinn bara út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“

Þórlaug var í hættu en varpar nýju ljósi á harmleikinn á Skólavegi: „Verulega brugðið þegar blóð fór að leka úr augum hans“