fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Nú varðar það þriggja ára fangelsi að segja Auschwitz-útrýmingarbúðirnar vera pólskar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 06:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinar illræmdu útrýmingarbúðir þýskra nasista, Auschwitz, eru í Póllandi en Pólverjar vilja ekki láta tengja sig við þessar illræmdu útrýmingarbúðir þar sem mikill fjöldi gyðinga var tekinn af lífi í síðari heimsstyrjöldinni. Í nótt samþykkti pólska þingið frumvarp sem felur í sér að nú er refsivert að segja að Auschwitz útrýmingarbúðirnar séu pólskar.

Brot gegn þessum lögum varðar sektum eða allt að þriggja ára fangelsi. Það sama á við ef því er haldið fram að Pólverjar hafi verið samsekir í þeim glæpum sem voru framdir á tímum Þriðja ríkisins. 57 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 23 voru á móti því, 2 sátu hjá.

Markmið laganna er að sögn Jacek Czaputowicz, utanríkisráðherra, að tryggja að sökinni sé ekki varpað á rangt land. Hann segir að lögin eigi að tryggja að ekki líti svo út að þýsku útrýmingarbúðirnar í Póllandi hafi verið verk Pólverja.

Rúmlega milljón gyðingar voru teknir af lífi í Auschwitz og Birkenau útrýmingarbúðunum af nasistum. Birkenau útrýmingarbúðirnar eru ekki langt frá Auschwitz. Pólland var hernumið af Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni og þess vegna geta útrýmingarbúðirnar ekki talist pólskar að mati Pólverja.

Frumvarpið mætti mikilli andstöðu, þar á meðal frá Ísrael sem hvatti ríkisstjórnina til að hætta við að leggja það fram. Gagnrýnin snýr að því að með lögunum sé verið að reyna að leyna upplýsingum um að Pólverjar hafi átt hlut að máli í glæpum nasista og einnig sé verið að takmarka tjáningarfrelsið með lögunum.

Forseti Póllands, Andrzej Duda, fær lögin nú til undirritunar. Hann sagði á mánudaginn að honum væri brugðið vegna ”ofbeldisfullra og óheppilegra viðbragða” Ísrales við frumvarpinu. Hann sagði Pólverja hafa rétt til að vernda sögulegan sannleika.

Sex milljónir Pólverja, þar af þrjár milljónir gyðinga, létu lífið í síðari heimsstyrjöldinni. Í hinu hernumda Póllandi lá dauðarefsing við að hjálpa gyðingum, það eitt að bjóða gyðingi vatnsglas þýddi dauðadóm yfir þeim sem það bauð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“