fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Hann hélt framhjá unnustunni – Hafði gleymt samningi við hana og missir allt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að það hafi reynst 38 ára Norðmanni mjög dýrt að hafa haldið framhjá unnustu sinni í annað sinn. Málið hófst 2014 þegar maðurinn komst í samband við konu í gegnum stefnumótaforritið Tinder. Þau stunduðu kynlíf en unnusta mannsins komst að því hvað hann hafði verið að gera og var að vonum ekki sátt. Hún leitaði því ráða hjá föður sínum.

Það vill svo til að faðir hennar er dómari og því vel inni í lögum og reglum. Hann útbjó samning sem unnustinn féllst á að skrifa undir. Í samningnum hét hann því að vera unnustu sinni trúr. Rett24 skýrir frá þessu. Parið ákvað að halda sambandi sínu áfram en þau eiga tvö börn saman.

„Ef ég verð ótrúr (kynlíf/önnur náin samskipti við aðra en unnustu mína) fær hún minn eignarhluta í fasteign okkar og 100.000 krónu hlut minn í bíl okkar. Þetta þýðir að unnusta mín mun eignast sameiginlega fasteign okkar og bíl án þess að greiða fyrir en hún mun taka við ábyrgð á þeim lánum sem kunna að hvíla á eignunum.“

Segir meðal annars í þessum óvenjulega samningi sem maðurinn skrifaði undir.

En maðurinn átti greinilega erfitt með að halda sig frá öðrum konum og í buxunum því ekki löngu síðar fann unnusta hans skilaboð í farsíma hans sem sýndu að hann var aftur að halda framhjá henni með þessari sömu konu. Hún stefndi honum því fyrir rétt og vísaði í samninginn sem hann hafði undirritað. Héraðsdómur féllst á kröfu hennar og dæmi henni eignarhlut mannsins í fasteign þeirra og bíl þeirra. Nú hefur landsréttur í Hálogalandi staðfest dóm undirréttar.

Maðurinn þarf því að láta af hendi eignarhluti sína í húsnæði hans og nú fyrrum unnustu hans sem og í bíl þeirra. Heildarverðmætið er sem nemur um 21 milljón íslenskra króna. Hann þarf einnig að greiða allan málskostnað en hann er sem nemur um 6,5 milljónum íslenskra króna.

Maðurinn reyndi árangurslaust að sannfæra dómara um að samningurinn væri ógildur en á það sjónarmið féllust dómararnir ekki. Í dómsorði segir meðal annars að markmið samningsins hafi verið að koma í veg fyrir framhjáhald mannsins og með því leggja grunninn að áframhaldandi sambandi parsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks