fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Geðsjúk kona dæmd fyrir að kýla lögregluþjón í andlit

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var á dögunum í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Var hún sakfelld fyrir að slegið lögreglumann við skyldustörf.Árásin átti sér stað á seinasta ári en fram kemur í ákæru að kona hafi slegið lögreglumannin krepptum hnefa hægra megin í andlit.

Afleiðingarnar voru þær að lögreglumaðurinn hlaut væg eymsli yfir hægra kinnbeini.

Konan lét ófriðlega þegar lögregla kom á vettvang og var í annarlegu ástandi, framburður hennar var ruglingslegur, ölvun var áberandi og sjáöldur hennar voru samandregin. Haft er eftir henni í lögregluskýrslu að hún hafi verið mjög drukkin og á sterkum lyfjum sem hún megi ekki drekka ofan í.

Konan játaði brotið fyrir dómnum en hún hefur ekki áður sætt refsingu fyrir ofbeldisbrot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hún játaði brotið skýlaust auk þess sem hún kvaðst iðrast mikið. Þá sagðist hún ekki muna eftir atvikinu.

Konan á við geðræn vandamál að stríða en fyrir dómi lagði hún fram læknisvottorð því til staðfestingar en vottorðið hafði verið gefið út í tengslum við annað mál. Þar kemur fram að eftir að konan varð þunguð hafi hún tekið sig á og sinnt meðferð og verið í góðri samvinnu við lækni. Í dag sinnir hún ungbarni og kveður hún líf sitt hafa breyst til batnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat