fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Er ballið búið hjá Facebook?

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsældir Facebook virðast fara dvínandi vestanhafs en samfélagsmiðilinn hefur að undanförnu tapað rúmlega milljón notendum í Bandaríkjunum og Kanada. Þetta kemur fram í ársfjórðungsreikningum fyrirtækisins sem birtir voru síðastliðinn miðvikudag.

Þetta kemur fram á vef Business Insider. Rúmlega 184 milljónir einstaklingar í Bandaríkjunum og Kanada skrá sig nú inn á samfélagsmiðilinn á degi hverjum og er það rúmlega milljón notendum færra en á sama tíma í fyrra. Facebooknotkun almennings virðist þó ekki hafa minnkað á heimsvísu þar sem daglegur notendafjöldi er 1,4 milljarðar og er það 14 prósent aukning á milli ára.

Í yfirlýsingu sem fylgdi með nýjusta ársfjórðungsreikningum segir Mark Zuckerberg forstjóri að nýlegar breytingar sem gerðar voru á notendaupplifun Facebook hafi skilað sér í því að daglegir notendur eyða nú mun styttri tíma þar inni en áður.

Mynd: Reuters

Facebook hefur undanfarin misseri setið undir talsverði gagnrýni fyrir að hafa ekki gert nógu mikið til að sporna gegn svokölluðum falsfréttum og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins verið sakaðir um áróður. Er það einnig talið ýta undir þá fækkun sem orðið hefur á notendum miðilsins.

Í yfirlýsingunni segir Mark Zuckerberg að seinasta ár hafi verið „sterkt en einnig erfitt“ hjá fyrirtækinu. Stefna fyrirtækisins á nýju ári sé að stuðla að velferð notenda og ýta frekar undir innihaldsrík samskipti heldur en botnlausa neyslu á innihaldslausri afþreyingu.

„Árið 2018 verður ekki bara gaman að nota Facebook, það á líka að vera gjöfult fyrir samfélagið og fyrir velferð fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala