fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Posar og hraðbankar komnir í lag eftir að hafa legið niðri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem er ekki með reiðufé á sér og þarf að versla er heldur betur í veseni þessa stundina. Allir posar og hraðbankar á Íslandi liggja niðri.

DV hafði samband við þjónustuaðila Valitor til að athuga af hverju enginn getur notað kort í verslunum eða hraðbönkum.

„Það er bilun í posakerfunum og hraðbönkunum út af álagi hjá Reiknistofu bankanna. Þess vegna liggur allt niðri eins og það er verið að vinna í því að laga það.“

Er eitthvað komið á hreint hvenær það verður?

„Nei það er bara verið að vinna í því í á fullu. Ég vona það verði fljótlega, vonandi í dag.“

Batnar með hverri mínútu

DV ræddi við Friðrik hjá Reiknistofu bankanna og spurði hann um ástandið.

„Ástandið er farið að batna og er að nálgast að verða betra. Það var mikið álag á kerfinu af óþekktum ástæðum og það er verið að greina það,“ segir Friðrik

Mun það lagast í dag?

„Já, það er að batna með hverri mínútu.“

UPPFÆRT

Posakerfi og hraðbankar eru komnir í lag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu