fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. desember 2018 10:30

Lögreglumenn Þurfa að deila klæðnaði vegna skorts.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn sem DV hefur rætt við eru ósáttir við hvernig staðið er að fatamálum hjá stofnuninni. Ríkislögreglustjóri á að sjá um að útvega embættunum allan vinnu- og einkennisklæðnað en enginn samningur hefur verið um nokkurt skeið um hvar eigi að kaupa öll föt. Útboð sem haldið var í janúar gekk ekki upp nema að takmörkuðu leyti og reynt verður aftur á næsta ári.

Stífar reglur eru um einkennisklæðnað lögreglumanna; hvaða föt skuli nota, hvenær og hvernig fatnaðurinn sé skráður. Þar sem samningur hefur ekki verið undirritaður þurfa lögregluembættin sjálf að sjá um að panta klæðnað frá hinum og þessum birgjum.

Fötin slitna og nýir lögreglumenn hefja störf. Er því ekki alltaf samræmi milli fatnaðar lögreglumanna milli landshluta. Segja þeir lögreglumenn sem DV hefur rætt við að það sé eins og að reyna að komast yfir krúnudjásn drottningar að fá nýjar buxur eða skyrtu. Ástandið í fatamálunum sé hörmulegt sem stendur.

 

Útboðið klúðraðist

Í janúar síðastliðnum var gert útboð á lögreglufatnaði af hálfu Ríkiskaupa fyrir Ríkislögreglustjóra. Útboðið hljóðaði upp á þrjá flokka og áttu gæði fatnaðarins að vega sextíu prósent og verð fjörutíu prósent við mat hjá fata- og búnaðarnefnd. Fimm aðilar buðu í verkið, Martex, Eyfeld, HISS, Northwear og Sjóklæðagerðin.

Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Ríkislögreglustjóra, segir við DV að öll tilboðin hafi verið ógild í flokki tvö. Hins vegar hafi verið ákveðið að ganga að tilboði HISS vegna einkennishúfa og annars vinnufatnaðar.

„Ný útboðslýsing hefur verið í vinnslu og var send til umsagnar til Landssambands lögreglumanna og Lögreglustjórafélags Íslands. Félögin skiluðu sameiginlegum athugasemdum þann 12. nóvember síðastliðinn. Þess er vænst að fata- og búnaðarnefnd Ríkislögreglustjóra, sem skipuð er fulltrúa Ríkislögreglustjóra, formanni Landssambands lögreglumanna og formanni Lögreglustjórafélags Íslands, yfirfari athugasemdirnar og feli Ríkiskaupum að annast útboðið á fundi sínum í næstu viku.“

 

Engin samræming

Halldór Halldórsson, fjármálastjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að einkennisfatnaður lögreglumanna hjá embættinu sé endurnýjaður eftir þörfum hverju sinni, fyrir hvern og einn starfsmann.

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með lítinn birgðalager sem afgreitt er út af til lögreglumanna og pantað inn frá birgjum eftir lagerstöðu. Skipt er við birgja í samræmi við útboð á vegum Ríkislögreglustjóra. Ef ekki er í gildi útboð þá er leitað tilboða og gerðar kannanir um verð og gæði.“

Halldór hafnar því að skortur hafi verið á fatnaði. Hann reiknar jafnframt með að þetta lagist á næsta ári og verði allur fatnaður þá keyptur samkvæmt útboði. Þá á að fara aftur í útboð vegna daglegs vinnufatnaðar.

DV ræddi einnig við Hlyn Snorrason, yfirlögregluþjón hjá lögregluembættinu á Vestfjörðum. Hann segir að töluvert langt sé síðan embættið fékk síðast búninga frá Ríkislögreglustjóra og ástandið sé slæmt. Hann segir:

„Við höfum verið að kaupa fatnað af ákveðnu fyrirtæki sem er að selja lögreglufatnað. Það er ákveðin reglugerð í gildi um hvernig þetta eigi að líta út sem við höldum okkur við. Svarti liturinn og fleira.“

Hann segir jafnframt að embættið sé ekki í samstarfi við önnur embætti varðandi samræmingu einkennisklæðnaðar. Hins vegar séu ekki margir birgjar sem geti útvegað klæðnaðinn.

 

Vandamál í langan tíma

Ástandið í fatamálunum er búið að vera slæmt í nokkurn tíma. Hafa lögreglumenn til dæmis þurft að deila fatnaði sín á milli. Lögreglumenn sem DV hefur rætt við eru á einu máli um að málið strandi á Ríkislögreglustjóra. Þar sé of mikið verið að hugsa um að spara og það bitni á starfinu.

Lögreglufatnaður sé dýr en nauðsynlegt sé að hafa þessa hluti í lagi. Lágmarkskostnaður vinnufatnaðar fyrir lögreglumann var 173 þúsund krónur í fyrra. Hátíðarbúningurinn kostaði þá 207 þúsund krónur.

Í janúar síðastliðnum, um það leyti sem útboðið var, greindi Vísir frá því að nafnlaust bréf gengi á milli lögreglumanna. Í bréfinu var því haldið fram að útboðið væri sérsniðið að fyrirtækinu 66°Norður. Þeir voru hins vegar ekki meðal þeirra sem skiluðu inn tilboði í janúar. Í bréfinu má skynja mikla kaldhæðni og óánægju með fatastefnu lögreglunnar í lengri tíma. Ekki hafi verið haft samráð við lögreglumenn hvað þetta varðar. Í því stendur meðal annars:

Ég er ekki sérfræðingur í þessum málum en ég er búinn að eyða smá tíma í að skoða þetta útboð og mér þykir líklegast að við erum að fara fá sömu gömlu 66°N löggubuxurnar sem allir elska með ásaumuðum hnéhlífum og líklegast verður Combat skyrtan okkar undir vestinu gamla powerstrech peysan okkar með léttu efni undir vestinu.“

Enn fremur:

Ég veit að maður á ekki að segja aldrei, alltaf og enginn en ég hugsa að ég geti fullyrt að ENGUM lögreglumanni langar ALDREI aftur að klæðast þeim fatnaði sem við höfum fengið úthlutað síðustu ár.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks