fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Verðmunurinn á einum legokassa allt að 9.500 krónur: Þetta þurfa neytendur að hafa í huga

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. desember 2018 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög mikill verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana en í mörgum tilfellum hleypur hann á nokkur þúsund krónum. Í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 6. desember kemur fram allt að 98% verðmunur á leikföngum og allt að 100% verðmunur á spilum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ASÍ sendi frá sér.

Þar segir að mesti verðmunur á leikföngum í krónum talið var 9.500 krónur (95%) verðmunur á Lego City lögreglustöð. Hæst var verðið í Hagkaup, 19.499 krónur en lægst var verðið í Toys‘r us, 9.999 krónur. Mesti verðmunur á spilum var 100% verðmunur á Sequence, lægst var verðið í Nexus, 3.495 krónur en hæst í Toys‘r us, 6.999 kr. sem gerir 3.504 krónu verðmun. Toys‘r us var oftast með lægsta verðið á leikföngum en Heimkaup oftast með það hæsta. Heimkaup var einnig oftast með hæsta verðið á spilum.

„Hægt er að spara háar fjárhæðir með því að gera samanburð á verslunum áður en leikföng og spil eru keypt. Flestar verslanir í könnuninni eru með netverslanir þar sem hægt er að sjá hvað vörurnar kosta. Þá geta verð breyst hratt en sumar verslanir eru með tilboð á vörum á þessum árstíma og skiptir því enn meira máli að gera samanburð milli verslana áður en haldið er af stað í jólagjafainnkaup,“ segir í tilkynningu ASÍ sem má sjá hér að neðan.

Mörg þúsund króna munur á mörgum leikföngum

Mesti verðmunur á leikföngum í krónum talið var 9.500 kr. (95%) verðmunur á Lego City lögreglustöð eins og fyrr segir. Þar var verðið hæst í Hagkaup en lægst var verðið í Toys‘r us. Mesti verðmunur í prósentum var 98% verðmunur á Lego dublo hesthúsi eða 5.378 kr., lægst var verðið í Toys‘r us, 5.490 kr. en hæst hjá Heimkaupum, 10.868 kr. Þá var 6.865 kr. eða 59% verðmunur á Lego City slökkviliðsstöð, lægst var verðið í Toy‘s r us á 11.625 en hæst hjá Heimkaup, 18.490 kr.
Mikill verðmunur var á litlum Hvolpasveitarböngsum, 83% eða 1.991 kr. en hæsta verðið var hjá Heimkaup, 7.390 kr. en það lægsta hjá Hagkaup, 2.399 kr.

Heimkaup var oftast með hæsta verðið á leikföngum í könnuninni eða í 13 skipti af 32, sem vekur athygli fyrir þær sakir að Heimkaup er netverslun og því takmarkaða yfirbyggingu. Toys‘ r us var oftast með lægsta verðið eða í 13 skipti af 32.

Heimkaup oftast með hæstu verðin á spilum

Mesti verðmunur á spilum var 100% verðmunur á Sequence, lægst var verðið í Nexus en hæst í Toys‘r us. Mikill verðmunur var á Monopoly en hæsta verðið var í Heimkaup, 7.890 kr. en það lægsta hjá Nexus, 4.495 kr. Þá var 75% verðmunur á Cortex Challenge 2, hæsta verðið var hjá Heimkaup 3.490 kr. en það lægsta hjá Nexus, 1.995 kr. Oftast var yfir 30% verðmunur á borðspilum og oftast um 1.000 kr. – 2.000 kr. verðmunur. Heimkaup var oftast með hæsta verðið á spilum eða í 9 skiptum af 21 og aldrei með það lægsta en lægstu verðin dreifðust annars á milli verslananna.

Um könnunina

Í könnuninni var verð á 32 leikföngum og 21 spili skráð niður. Ef afsláttur var gefinn upp af verði var hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru; Heimkaup, Toy‘s r us, Hagkaup, Elko, Spilavinir, Nexus og A4.

Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en ekki lagt mat á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana. Einhverjar verslanir bjóða t.d. upp á heimsendingu með sínum vörum en ekki er tekið tillit til þess í könnuninni. Sum leikfanganna og spilanna voru einungis fáanleg á tveimur stöðum enda fáir staðir með mikið eða sama úrval af leikföngum og spilum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”