fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
Fréttir

Grunaðir bílþjófar handteknir – Erlendur ferðamaður grunaður um líkamsárás

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. desember 2018 06:25

Klukkan 23 í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt að bifreið hefði verið stolið í Kópavogi. Skömmu fyrir miðnætti var par handtekið nærri miðborg Reykjavíkur en það er grunað um að hafa stolið bifreiðinni. Parið var vistað í fangageymslu og bifreiðinni komið til eigandans.

Skömmu eftir miðnætti var ofurölvi ferðamaður handtekinn á hóteli í Reykjavík. Hann er grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi datt kona á blautu gólfi í Sundhöll Reykjavíkur og meiddist á hné og hönd. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í geymslu fjölbýlishúss í Grafarholti.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra er einnig grunaður um ölvun við akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Skák og mát
Fyrir 2 dögum

Trúverðugleiki í húfi

Trúverðugleiki í húfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“
Fyrir 2 dögum

Í hvað fara vegtollarnir?

Í hvað fara vegtollarnir?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mygla á Alþingi: „Það varð að skrapa allt húsið að innan“

Mygla á Alþingi: „Það varð að skrapa allt húsið að innan“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anna María brotnaði saman á Þorláksmessu: „Þar sem ég sat við skrifborðið mitt byrjaði ég bara allt í einu að gráta“

Anna María brotnaði saman á Þorláksmessu: „Þar sem ég sat við skrifborðið mitt byrjaði ég bara allt í einu að gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt mál á Ísafirði: Michael segist ekki hafa verið með sjálfum sér og rankaði við sér úti á hafi

Stórfurðulegt mál á Ísafirði: Michael segist ekki hafa verið með sjálfum sér og rankaði við sér úti á hafi