fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Erfitt fyrir fyrrum fanga að fá vinnu eftir afplánun: „Margir mun hæfari en aðrir umsækendur“

Auður Ösp
Föstudaginn 7. desember 2018 22:00

Fangelsið á Litla Hrauni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dæmin eru mjög mörg og enda oft þannig að fólk missir trúna á sig og endar á langtíma framfærslu ríkisins sem skattgreiðendur þurfa svo að borga,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun í samtali við DV. Félagið greip til þess ráðs á dögunum að birta auglýsingu á facebook þar sem óskað var eftir fyrirtæki sem væri tilbúið til að „taka sénsinn“ á að taka fyrrverandi fanga í vinnu hjá sér.

Einstaklingurinn sem um ræður er 23 ára karlmaður sem lauk afplánun fyrir þónokkru síðan. Hann hefur sögn Afstöðu verið að gera góða hluti í vinnu. Fram kemur í færslunni að honum hafi ekki tekist að fá atvinnu sökum þess að hann er með eitt brot á sakaskránni.

Í samtali við DV segir Guðmundur Ingi að maðurinn sem um ræðir sé með rán á sakaskránni.„Sem er auðvitað alvarlegt en samt brot þar sem enginn meiddist.“ Maðurinn treystir sér ekki til að koma fram undir nafni að sögn Guðmundar Inga.

Guðmundur Ingi Þóroddsson.

Hann segir vinnuveitendur í sjálfu sér ekki gera greinarmun á afbrotum fyrrum fanga sem sækja um vinnu, en staðan sé þó áberandi verst hjá þeim sem hlotið hafa dóma fyrir kynferðisbrot.

Hann tekur undir með því að það sé að sjálfsögðu lýjandi að fá stöðugt höfnun þegar menn eru að leitast eftir að komast út í samfélagið á ný.

„Mjög margir sem hafa leitað til okkar  eru mjög hæfir, jafnvel mun hæfari en aðrir umsækendur, en fá ekki vinnu út af fyrri dómi. Það eru mörg dæmi sem ég man eftir um mjög hæfileikaríkt fólk sem fær ekki vinnu. Ég segi bara að góðir hlutir gerast ef fólk er að vinna vel í sínum málum og á endanum verða bjartari dagar. Það bara þýðir ekki að gefast upp. En auðvitað er erfitt að segja þetta við sama fólkið í marga mánuði eða jafnvel ár. Fólk sem fær ekki vinnu eða er jafnvel sagt upp ef upp kemst um að fangelsisvist hafi komið við sögu, missir auðvitað sjálfstraustið og lífið verður mjög erfitt. Þá eru dæmi um að mökum fanga sé sagt upp störfum og eiga erfitt að komast á vinnumarkaðinn.“

Hann segir alla fyrrum fanga  þrá að geta og að öðlast aftur traust.

„Fangelsin eru gullkistur þar sem er endalaust af hæfileikaríku fólki sem þráir að geta aftur orðið partur af samfélaginu. En oft þá fá þau bara ekki tækifæri til þess.Síðan er það nú þannig að því meiri vinna sem fangar fá í afplánun því meiri möguleika hafa þeir þegar þeir losna, þeira hafa öðlast meiri þjálfun og þekkingu, hafa verið edrú og ná að sanna sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu