fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Skyld’að vera stóla­hljóð bjór kynntur á Klaustur bar í kvöld

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr bjór verður kynntur í kvöld á Klaustur bar, en sá staður hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarið vegna ummæla þingmanna Miðflokksins og Flokk fólksins inn á þeim stað. Nútíminn greindi fyrst frá. Bruggverksmiðjan Borg Brugghús ætlar þar að kynna nýjan Pale Ale bjór sem er ríkulega humlaður með El Dorado og Mosaic humlum. Bjórinn heitir Skyld’að vera stóla­hljóð.

Eru framleiðendur bjórsins líklega að vitna í orð Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar, formann Miðflokksins. En hann sagði að selahljóðið sem heyrðist þegar hann og aðrir þingmenn voru að gera grín af Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanni Bjartrar framtíðar, hafi líklegast verið hljóð sem kæmi frá stóli inn á staðnum. Seinna breyttist svo útskýring Sigmundar og taldi hann að mögulega hefði hjól verið að bremsa fyrir utan staðinn.

Kynningin verður á Klaustur bar klukkan 21:00 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala