fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
Fréttir

Sigmar dregur í land og segir að þingmennirnir verði að segja af sér: „Þurfum bara einfaldlega, sem samfélag, að hafna þeim“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. desember 2018 10:03

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og fjölmiðlamaður, segir að þingmennirnir sem níddu fjölda fólks á barnum Klaustur verði að segja af sér. Sigmar gagnrýndi á dögunum smánun samfélagsins á þingmönnunum en ítrekar nú að hegðun þeirra sé óverjandi og vinnufriður muni ekki nást á Alþingi fyrr en umræddir þingmenn segi af sér.

„Í ljósi þess hversu víðlesinn minn síðasti staus var og í ljósi þess hversu “marg-skilinn” hann var, þá vil ég að eftirfarandi skoðun mín sé ljós. Mér persónulega finnst eftirfarandi: Sigmundur Davíð, Bergþór, Gunnar Bragi og Anna Kolbrún geta ekki haldið áfram á þingi og eiga að stíga til hliðar. Ef þau sjá ekki hverju þau hafa valdið í samfélaginu nú þegar, þá er alveg ljóst að vera þeirra á þinginu mun veikja verulega stjórnarandstöðuna sem er ávallt nauðsynleg. Sama hver er í stjórn, þá verðum við að treysta því að stjórnarandstaðan á Þingi sé samstillt og veiti eðlilegt aðhald. Þannig að ef þau sjá ekki hverju þau hafa valdið þjóðinni nú þegar, þá mun það bara versna af ofantaldri ástæðu. Anna Kolbrún finnst mér ekki undanskilin í þessu samhengi, enda brást hún trausti kjósenda nægilega mikið þó að hún væri ekki að brjóta jafn mikið og einhverjir eða jafn lengi og einhverjir,“ segir Sigmar á Facebook-síðu sinni.

Nýtur ekki trausts

Hann segir að þó Sigmundur Davíð hafi gert ýmislegt gott í gegnum tíðina þá nýtur hann ekki trausts lengur. „Sigmundur Davíð er mjög klár á mörgum sviðum. Hann hefur gert marga góða hluti í stjórnmálum, það frægasta er framganga hans í InDefence hópnum, þar sem hann var í fararbroddi fyrir ásamt öðrum. En það er bara ekki hægt að horfa uppá enn eitt málið sem hann tengist sem ekki er réttlætanlegt og setur samfélagið á hliðina. Alveg eins og tónlistarmaðurinn sem gaf í fyrstu út góða plötu, fékk minni undirtektir með þá næstu og fékk sénsinn á þeirri þriðju, ef sú plata er ekki betri en sú fyrsta, þá er ferillinn búinn. Mín skoðun er að Sigmundur nýtur hvorki trausts né trúverðugleika og sem slíkur þarf hann að ganga frá borði, með hagsmuni flokk síns og flokksmanna sinna að leiðarljósi. Það vill svo til að það er enginn ómissandi neinsstaðar,“ segir Sigmar.

Sigmar telur að það ætti ekki að ræða málið lengur. „Mér finnst komið nóg af nýjum fyrirsögnum í þessu máli og að fjölmiðlar ættu að veita okkur öllum frið fyrir þessu máli nema brýnustu nauðsyn þykir og ef þolendur í þessu máli vilja heyrast, enda finnst mér mjög eðlilegt að þeir fái rödd líka. Annars er ekkert úr sorahliðinni í þessu máli sem þarf að ræða frekar, það eru allir sammála um að það sem þegar hefur birtst er næg ástæða fyrir alla að víkja úr starfi. Nú ætti faglegur farvegur að taka til starfa,“ segir Sigmar.

Aldrei orðið vitni að öðru eins

Fyrri stöðufærsla Sigmars um málið vakti gífurlega athygli og sitt sýndist hverjum. „Eftirfarandi vil ég skýra betur út úr fyrri status: Ég hef aldrei orðið vitni af þeim munnsöfnuði sem heyrðist á upptökunum. Aldrei myndi ég nota slíkt og enginn sem ég umgengst notar slíkt orðfæri. ENN, það sem ég vildi segja í fyrri status er að oft segir maður hluti eða er viðstaddur umræður sem þola á engan hátt að vera hljóðritað og skoðað í baksýnisspegli. Ég get á engann hátt réttlætt fyrir sjálfum mér upptökur af samtölum manna nema þegar sá sem tekur upp er að sanna lögbrot sem snýr að honum eða nákomnum einstaklingum,“ segir Sigmar.

Hann segir að markmið sitt með fyrri stöðufærslu hafi verið að benda á að það sé ekki gott að fara á sama plan og þingmennirnir á Klaustri. „Þegar ég tala um Þórðargleði og hvernig smjattað er á þessu máli með mjög óvönduðum vinnubrögðum, smánun og hatursfullri orðræðu, þá vildi ég benda á að við sem samfélag getum ekki krafist vandaðra vinnubraga með því að beita óvönduðum vinnubrögðum. Commentakerfisfræðingar sem líta á sig sem riddara réttvísinar og réttsýnarinnar eru það svo sannarlega ekki, svona mál eins og þetta sem kom upp þarf að vinna með á faglegum nótum svo að við sem samfélag fáum faglega niðurstöðu.  Það eru lög í þessu landi og við ættum öll að vilja standa vörð um þau. Kostir þeirra eru fleiri en gallar. En í þessu tiltekna máli er sá galli á lögum að ekki er hægt að reka þingmenn. Enda á það ekki að vera hægt, þar sem þá væri hægt að reka alla stjórnarandstöðuna hverju sinni. Það þýðir að ef að þessir einstaklingar velja það að sitja áfram (sem ég vona að þeir geri ekki) þá þurfum við bara einfaldlega, sem samfélag, að hafna þeim og flokki þeirra í næstu kosningum. Ef við sættum okkur ekki við það, þá munum við rífast, mótmæla og spreða út neikvæðni út þetta kjörtímabil,“ segir Sigmar.

Ekki yfirklór

Sigmar ítrekar að hann hafi enga hagsmuni í málinu: „Jæja, þá er þetta komið af mér líka. Og fyrir alla sem lesa bara fyrirsögnina og ekki alla greinina, þá koma hér nokkrir áhugaverðir punktar sem koma ykkur illa eftir að þið setjið ykkar skoðun hér að neðan.

a) Þessi status er ekki nein afsökun eða yfirklór á þeim fyrri status sem ég setti inn þann 3. Desember. Enda kom ekkert fram þar sem stangast á við það sem ég er að setja hér á “blað”

b) Ég hef enga fjárhagslega né pólitíska hagsmuni að verja með því að viðra þessar skoðanir mínar, enda ekki tengdur neinum stjórnmálaflokki (skráður í þrjá flokka), einu hagsmunir sem ég er að verja er geðheilsa mín og líklega ykkar sem deilið skoðun minni á þessu máli í heild.

c) Ég er ekki lengur með pest, þetta var sólarhrings vesen og líður bara fanta vel takk fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nylon-stjarna gengin út

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Frost í sölu fasteigna í miðbænum

Frost í sölu fasteigna í miðbænum
Fréttir
Í gær

Eva Dís var vændiskona: Asnalegt að tala um vændi sem vinnu, vinna við að láta brjóta á sér

Eva Dís var vændiskona: Asnalegt að tala um vændi sem vinnu, vinna við að láta brjóta á sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“

Reynir sakar Hannes um hræsni og vill kæra Klaustursþingmennina: „Ég man ekki eftir að hafa látið í ljós neina sérstaka skoðun á því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Án Frú Ragnheiðar væri ég örugglega dáinn“

„Án Frú Ragnheiðar væri ég örugglega dáinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnar boðar byltingu hinna gulu vesta á Íslandi: „Ég pantaði mér gult vesti í dag, á ég að panta fleiri?“

Ragnar boðar byltingu hinna gulu vesta á Íslandi: „Ég pantaði mér gult vesti í dag, á ég að panta fleiri?“