fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur Davíð segist hafa langa reynslu af því að vinna með fólki sem tali illa um sig: „Kallað mig einræðisherra, líkt mér við fjöldamorðingja“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, ætla ekki að segja af sér þingmennsku vegna Klaustursmálsins. Þau mættu í þáttinn Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu um stöðu sína og málið sem hefur brennt á þjóðinni frá því að DV greindi fyrst frá því á miðvikudaginn í síðustu viku.

Anna Kolbrún ætlar ekki að segja af sér, með því væri hún að axla ábyrgð á orðum annarar: „Ég verð að horfa framan í það sem var og læra af því, ef að ég hverf á braut þá er ekkert sem segi að ég þurfi að læra af því. En með því að vera, þá gerir það mér að þurfa að laga mig sem manneskju,“ sagði Anna Kolbrún. „Ég þagði. Ég er ekki með góða rödd, það heyrist ekki hátt í mér. Ég hefði átt að fara. Ég þoli ekki neðanbeltisbrandara.“

Sigmundur Davíð „Ég trúi því að menn geti notað mistök til að bæta sig. Ef við tökum fótboltasamlíkingu, þá er sá sem hefur skorað sjálfsmark mestan hvata af öllum leikmönnum til að bæta sig. Og þetta er gríðarlega sterkur hvati sem við höfum fengið til að bæta okkur.“ Hann bætti við að þingmennirnir ætluðu að nota þetta til að verða fyrirmyndir í framkomu og orðræðu. „Mistök geta annað hvort brotið mann niður eða orðið grunnur að einhverju góðu.“

Anna Kolbrún og Sigmundur Davíð vilja ekki segja hvort þau telji að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins sem létu mörg niðrandi orð falla um einstaklinga á Klaustur Bar, eigi að segja af sér. „Mér finnst rétt af þeim að fara í leyfi. Mér finnst að þeir þrufi að gera í sínum málum og ég veit að þeir eru byrjaðir í þeirri vinnu. Ég veit að þeir fá faglega aðstoð, við fáum öll faglega aðstoð. Þeir þurfa sannarlega að sýna það í verki að þeir eru að vinna í sjálfum sér áður en við tökum næstu skref,“ sagði Anna Kolbrún. Sigmundur Davíð sagði það mjög skiljanlegt að kannanir sýndu að afgerandi meirihluti þjóðarinnar teldi að þau ættu að segja af sér: „Það er mjög skiljanlegt. Ég held að á mörgum punktum hafi meirihluti þjóðarinnar viljað að ég segði af mér sama hvort eitthvað væri í gangi eða ekki. Það breytir því ekki að þetta er spurning fyrir þá sjálfa.“

Þannig að þú treystir þeim [Bergþóri Ólasyni og Gunnari Braga Sveinssyni] til að vinna áfram á Alþingi?

„Ég treysti þeim til að vinna úr sínum málum sjálfir. Þetta eru góðir menn. Öl er annar maður er stundum sagt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki.“

En það er ekki hægt að kenna ölinu um.

„Nei, það getur ekki verið afsökun. En það sem ég vil draga fram er að allir sem þekkja þá vita er að þetta eru góðir menn sem fóru langt fram úr sjálfum sér í hvernig þeir töluðu og ég hugsa að það hafi komið þeim sjálfum mest á óvart þegar þeir heyrðu í sjálfum sér.“

Sigmundur Davíð segir að Gunnar Bragi og Bergþór „líði kvalir“ vegna málsins. „Þá líða þeir kvalir þegar þeir heyra hvernig þeir sjálfir tala um aðra.“

Sigmundur Davíð var svo spurður hvort vinnustaðamenningin á Alþingi væri þess eðlis að það væri í lagi fyrir starfsmenn að fara út á bar á vinnutíma og tala illa um samstarfsmenn. Þá sagði Sigmundur: „Þetta er bara eitt af því sem maður er að fást í hjá sjálfum sér, að hafa tekið þátt í þessu með þingmönnum í öllum flokkum oftar en einu sinni.“

Varðandi hvort kjósendur ættu ekki rétt á því að vita hvernig fólk væri verið að kjósa inn á Alþingi sagði Sigmundur: „Ég er þeirrar skoðunar að það myndi ekki bæta ástandið að ég færi að rekja þær fjölmörgu sögur sem ég kann um hvað tilteknir þingmenn hafa sagt og hvað þeir hafa gert á svona samkomum.“

Hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að það yrði erfitt að vinna með þingmönnum sem rætt er um á upptökunum. „Ég held að það muni ganga vegna þess að ég hef það langa reynslu að vinna með fólki sem hefur sagt mjög ljóta hluti um mig. Kallað mig ljótan, feitan, geðveikan.“

Opinberlega?

„Í sumum tilvikum opinberlega. Í sumum tilvikum á fundum. „Kallað mig einræðisherra, líkt mér við fjöldamorðingja.“ Sagt ótrúlega rætna hluti í einkasamtölum. Í aðdraganda flokksþings hjá okkur á sínum tíma var hringt um kjördæmið mitt til þess að bera út sögur um mig sem ég fékk að sjálfsögðu að heyra í mörgum tilvikum. Heyrt brandara sem eru sagðir um mig í öðrum flokkum sem margir hverjir eru neðan beltis og mjög svartir. En það er eðli þessa vinnustaðar að þar verður fólk að vinna saman sem er ekki alltaf sammála, og hefur jafnvel lent í illindum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips