fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

432 – 202

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Sæmundur lagði sig í lífshættu við að bjarga lífi ungs manns: „Mjög þakklátur fyrir að hafa verið þarna á þessum stað“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 5. desember 2018 14:50

Ljósmynd:Þröstur Ernir/Vikudagur

„Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa verið þarna á þessum stað, á þessari stundu og geta hjálpað til,“ segir Akureyringurinn Sæmundur Pálsson en fyrir sléttum fimm árum drýgði hann mikla hetjudáð þegar hann bjargaði ungum manni frá drukknun. Móðir piltsins segir aldrei geta fengið Sæmundi fullþakkað.

Í samtali við Vikudag rifjar Sæmundur upp daginn sem hann lagði sig í lífshættu við að bjarga ókunnugum pilti upp úr ísköldum sjó.

„Ég var að koma framan af flugvelli og var að keyra norður Drottningarbrautina þegar ég sá bílinn koma á töluverði ferð á móti mér og bíllinn keyrir svo útaf. Ég snarstoppaði og hljóp strax út í fjöru. Bíllinn var við það að stingast á nefið ofan í dýpið. Ég stökk því út í sjóinn og náði að festa kaðal í bílinn og binda við jeppa sem var stopp rétt hjá. Þannig náði ég að halda bílnum föstum.“

Sæmundur segist vera afar þakklátur fyrir að hafa verið réttur maður á réttum tíma en Sigurlína H. Styrmisdóttir, móðir piltsins hafði samband þremur dögum síðar. Þá hafði hún heyrt af því að „einhver maður“ hefði komið syni hennar til bjargar á ögurstundu. Í kjölfarið fór hún á lögreglustöð og fékk hjálp við að leita Sæmund uppi.

„Mér þótti mjög vænt um að heyra frá henni og vita að það sem ég gerði skipti sköpum,“ segir Sæmundur.

„Elsku Sæmi minn“

Sigurlína ritaði á dögunum færslu á facebook í tilefni þess að fimm ár voru liðin frá því að syni hennar var bjargað úr sjónum. Segir hún að ef ekki hefði verið fyrir ósérhlífni Sæmundar þá hefði ekki farið vel.

„Bíllinn var við það að stingast á nefið í dýpið er Sæmi kom að og stökk út í sjóinn og festi kaðal í bílinn og í sinn bíl og hélt honum þar föstum. Aldrei var rætt um djörfung Sæma og í kjölfarið fékk Sæmi alvarlega lungnabólgu og hefur aldrei náð sér af krónísku kvefi síðan þá. Ég fæ aldrei fullþakkað þessum góða manni er lagði sig í lífshættu við að bjarga syni mínum.

Elsku Sæmi minn það er þér að þakka að ég hef  Héðinn Jónsson minn hjá mér í dag.“

Í samtali við Vikudag segist Sæmundur hafa þurft að glíma við ýmis konar heilsubresti síðastliðin ár sem rekja má til þess hversu lengi hann dvaldi ofan í ísköldum sjó þennan dag sem um ræðir.

„En mér er slétt sama þótt ég hafi veikst. Það skiptir öllu máli að ungi drengurinn er heill á húfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Í gær

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðar róttækar aðgerðir til að fjölga kennaranemum og bæta starfsumhverfi kennara

Boðar róttækar aðgerðir til að fjölga kennaranemum og bæta starfsumhverfi kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Handtekinn í Árbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enginn trúir lengur á álfasögur

Enginn trúir lengur á álfasögur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga

Neytendasamtökin gagnrýna „skróp“-skilmála flugfélaga
Fyrir 3 dögum

Gítarleikari Cannibal Corpse réðst á lögreglumann með hnífi

Gítarleikari Cannibal Corpse réðst á lögreglumann með hnífi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aldís í átökum við Jón Baldvin: „Föður hennar hefur tekist að þagga þetta niður“

Aldís í átökum við Jón Baldvin: „Föður hennar hefur tekist að þagga þetta niður“