fbpx
Sunnudagur 16.desember 2018
Fréttir

Lögregla kölluð að Costco: Ingibjörg verulega ósátt – „Ekki mikil gleði hjá mér þegar ég kom út úr Costco“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 13:03

„Það var ekki mikil gleði hjá mér þegar ég kom út úr Costco um korter í fimm í dag,“ segir Ingibjörg Friðþjófsdóttir sem lenti í leiðinlegri uppákomu þegar hún fór í verslun Costco síðdegis í gær.

Ingibjörg notast við hjólastól og þarf af þeim sökum að nýta sér bílastæði fyrir hreyfihamlaða. Þegar hún kom út úr versluninni brá henni í brún því búið var að leggja bifreið, jepplingi, svo þétt upp að hennar bifreið að ómögulegt var fyrir hana að komast inn í bílinn sinn.

Beið í 20 mínútur eftir lögreglunni

Stæði fyrir hreyfihamlaða eru stærri en almenn bílastæði en það dugar skammt þegar ökumenn, sem ekki eru með bílastæðakort fyrir hreyfihamlaða, nota stæðin, í heild eða að hluta eins og í þessu tilviki. Eins og sést var bifreiðinni ekki bara lagt yfir rendurnar heldur líka inn á stæðið þar sem bifreið Ingibjargar var.

Ingibjörg segir að Costco sé ekki með kallkerfi til að kalla upp viðskiptavini og því þurfti hún að leita annarra leiða til að komast ferða sinna. Fór svo að hún brá á það ráð að hringja í lögregluna sem hún beið eftir í um tuttugu mínútur.

Ekki merkt fötluðum upp á djókið

Ingibjörg er mjög ósátt og hvetur hún ökumenn til að huga betur að því hvar þeir leggja bifreiðum sínum. Þarna úti sé fólk sem þarf virkilega á þessum stæðum að halda, eins og hún. „Því miður er þetta ekki eini staðurinn sem þetta er að gerast á, þó þetta sé staðurinn sem er algengast að þetta gerist á,“ segir Ingibjörg í samtali við DV. „Þessi stæði eru ekki merkt fötluðum bara upp á djókið, við þurfum allt þetta svæði til að komast inn og út úr bílnum.“

Ingibjörg segir að áður en hún lagði í stæðið hafi annar bíll verið á svipuðum stað og jepplingurinn á myndinni. Sá bíll var þó ekki inni í stæðinu sem hún lagði í, en þó á mörkum þess. Þess vegna var bifreið hennar nokkuð langt til hægri í stæðinu eins og sést á myndinni hér að neðan. „Og afsökun þeirrar manneskju var að hún tók ekki eftir röndunum sem er bara bull, það var bjart og þær sáust vel.“

Yndisleg kona lánaði henni teppi

Ingibjörg segist hafa verið heppin því yndisleg kona hafi komið að og lánað henni teppi sem hún gat breitt yfir sig meðan hún beið eftir lögreglunni. „Ég vil þakka henni kærlega fyrir að bjarga mér í þessum kulda,“ segir hún.

Að endingu segir hún að enginn virðist vita hver ber ábyrgð á stæðinu. „Það var auðséð að bílnum var lagt ólöglega en lögreglan sagðist ekki geta sektað hann því þetta væri einkaplan, þar sem Costco ætti planið. Við spurðum Costco en þeir sögðust ekkert geta gert því Garðabær ætti planið,“ segir Ingibjörg sem bætir við að ástandið lagist ekki fyrr en lögregla fer að sekta fólk. Ingibjörg segist svo hafa talað við fulltrúa Garðabæjar í dag og fengið þau skilaboð þaðan að Costco ætti húsnæðið og planið. Það væri því væntanlega í þeirra höndum að bregðast við og hafa samband við lögreglu ef fólk leggur ólöglega á stæðinu.

Ingibjörgu tókst að komast inn í bifreið sína eftir að lögregla kom á vettvang og var hún fljót að drífa sig í burtu, enda orðið kalt á biðinni. „Þar sem mér var orðið svo kalt þá varð ég að koma mér heim í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem ég var búin að plana að gera í gær. Ég sá því aldrei eigandann né fékk afsökunarbeiðni frá honum.“

Ingibjörg segir að Íslendingar séu sérstaklega slæmir hvað þetta varðar, að leggja bílum sínum illa. „Ég hef ferðast víða á stólnum og hef ég aldrei lent eins oft í veseni út af þessum stæðum eins og hér á Íslandi. Ég hef aldrei lent í veseni erlendis og það segir ansi margt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nylon-stjarna gengin út

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eva Dís var vændiskona: Asnalegt að tala um vændi sem vinnu, vinna við að láta brjóta á sér

Eva Dís var vændiskona: Asnalegt að tala um vændi sem vinnu, vinna við að láta brjóta á sér
Fréttir
Í gær

Almannatenglar skráðir sem innherjar hjá Icelandair

Almannatenglar skráðir sem innherjar hjá Icelandair
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan auglýsti umferðarátak með ökuleyfissviptum útfararstjóra

Lögreglan auglýsti umferðarátak með ökuleyfissviptum útfararstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bolli segir að nú sé nóg komið: „Þessi þjóð hlýtur að eiga betra skilið“ – Þetta situr hún uppi með

Bolli segir að nú sé nóg komið: „Þessi þjóð hlýtur að eiga betra skilið“ – Þetta situr hún uppi með
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ungliði sakaði Helga Hjörvar um áreitni: „Konum í kringum framboð Samfylkingarinnar var mjög misboðið“

Ungliði sakaði Helga Hjörvar um áreitni: „Konum í kringum framboð Samfylkingarinnar var mjög misboðið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu tölvupóst Skúla til starfsfólks WOW: „Ég get ekki kennt neinum öðrum en sjálfum mér um þessi mistök“

Sjáðu tölvupóst Skúla til starfsfólks WOW: „Ég get ekki kennt neinum öðrum en sjálfum mér um þessi mistök“