fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Fréttir

Lilja fór í Kastljós fyrir dætur og mæður landsins – „Stórkostleg árás“ – óþægilegt að sjá mynd af Bergþóri á Facebook

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir hefur ekki heyrt upptökurnar í Klaustursmálinu og ætlar ekki að hlusta á þær. Hún hefur hins vegar lesið ummælin. Hún treystir sér ekki til að hlusta á upptökurnar sjálfar. Hún segir í viðtali við Kastljós að um mikinn trúnaðarbrest sé að ræða og segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins vera ofbeldismenn. Lilja og Sigmundur Davíð voru lengi samherjar og vinir. Sagði Lilja að enginn af þingmönnunum hafi reynt að hafa samband við hana símleiðis. Gagnrýndi hún Sigmund Davíð og sagði hann reyna dreifa ábyrgðinni.

Hún segir að gott hafi verið á milli hennar og Sigmundar, þau hafi verið vinir og því hafi það sem hafi átt sér stað á Klausturbarnum komið henni í opna skjöldu, hún hafi orðið sár og reið og svefnvana. Gagnrýnir hún Sigmund fyrir framgöngu hans eftir að málið komst í hámæli.

Lilja greindi frá því að þegar hún frétti fyrst af þessu var hún að fara að flytja ræðu á hátíð í Osló sem haldin var í tilefni 100 ára fullveldis Íslands. Hún hafi ákveðið að láta þetta ekki á sig fá og flutt ræðuna. Síðan hafi hún farið í gegnum helgina á hörkunni og sinnt sínum skyldum, sem meðal annars fólust í þátttöku í hátíðdagskrá 1. desember í tilefni af fullveldisafmælinu.

„En á mánudeginum þegar allra grófustu ummælin voru birt, þá viðurkenni ég að ég bognaði. Ég trúði því ekki að menn gætu talað með þessum hætti. Ég svaf nánast ekkert nóttina á eftir, í einn eða tvo tíma, og mætti ósofin á ríkisstjórnarfund. Það var mjög erfiður ríkisstjórnafundur,“ segir Lilja en bætir við að hún hafi fengið mikinn stuðning frá samráðherrum í ríkisstjórn vegna málsins.

Enginn sexmenninganna hefur hringt í Lilju

Lilja segist ekki finna fyrir einlægri iðrun sexmenninganna. Ekkert af fólkinu hefur hringt í hana. Frá Bergþóri Ólasyni hafi hún ekki fengið nein skilaboð. Hún hafi rætt stuttlega við Gunnar Braga og fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Hún sakar hann hins vegar um að drepa málinu á dreif og dreifa ábyrgðinni í stað þess að gangast við ábyrgð sinni. Mjög skorti á einlægni af hans hálfu. Hún hafi ásamt stórum hópi fólks unnið ötullega að ýmsum framfaramálum með Sigmundi og hún spyrji sig hvort það sé svona sem hann meti hennar framlag.

Brá við að sjá mynd af Bergþóri

Lilja var spurð út í það hvort hún og aðrir þingmenn gætu hugsað sér að vinna með sexmenningunumn á þingi eftir það sem á undan er gengið. Hún sagði að þeir væru þegar í einangrun í þinginu. Hún hefur ekkert hitt Bergþór Ólason eftir að málið kom upp en segir að þegar hún sá mynd af honum sem einhver birti á Facebook hafi henni verið illilega brugðið. Þá hafi runnið upp fyrir henni hvað málið hefur haft mikil áhrif á hana:

„Þegar ég sá myndina, mér brá. Mér fannst bara óþægilegt að sjá andlitið á honum. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði orðið fyrir stórkostlegri árás. Ég sætti mig ekki við það. Þess vegna er ég líka að koma hingað. Margir hafa viljað ræða þessi mál við mig.“

Lilja viðurkenndi að mjög erfitt væri að ræða þetta mál en hún kæmi í þetta viðtal fyrir mæður og dætur landsins: Ég vil bara að það sé alveg á hreinu að þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki að íslenskt samfélag sé svona. Þetta er líka fyrir dætur landsins og mæður. Við viljum ekki þurfa að lesa svona um einhvern.“

Sjá frétt RÚV

Hér fyrir neðan má hlusta á upptökuna sem spiluð var í Kastljósi í kvöld:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“

Björn segir tillögurnar espa fólk upp: „Líklegt að það verði verkföll“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“
Fréttir
Í gær

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?

Hefur starfsmannaleigan farið illa með verkamennina?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“

„Gerendur snúa aftur í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr“