Mánudagur 17.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Fréttir

Skrifstofa Alþingis óskar eftir hljóðupptökunum: DV lætur gögnin ekki af hendi

Kristjón Kormákur Guðjónsson og Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 22:36

Skrifstofa Alþingis hefur óskað eftir að fá aðgang að hljóðupptökum af Klausturfundinum til að siðanefnd Alþingis geti kannað hvort þingmenn hafi brotið siðareglur. Frá þessu er greint á RÚV. Þar segir einnig að nefndin hafi hist á fundi í morgun og þetta sé í fyrsta sinn sem hún sé virkjuð í slíku máli.

Í dag hafði fulltrúi nefndarinnar samband við DV til að kanna hvort nefndin gæti fengið gögnin í hendur. DV mun ekki láta gögnin frá sér og fyrir því er einföld ástæða. DV sendir aldrei frá sér gögn til þriðja aðila sem heimildarmenn treysta miðlinum fyrir. Í siðareglum DV stendur:

„Starfsmenn ritstjórnar gæta trúnaðar við heimildarmenn.“

Heimildarmaður DV hefur ekki gefið miðlinum leyfi, nú eða óskað eftir að þær upplýsingar sem hann taldi eiga erindi við almenning og trúði DV fyrir, færu annað. Óskað var eftir því í mestu vinsemd að fá aðgang að upptökum DV þegar til stóð að setja upp leikrit byggt á upplýsingunum. Því var hafnað. Þessi gögn verða því ekki send af ritstjórnarskrifstofu DV.

DV leggur mikla áherslu á að vernda heimildarmenn sína og tekur, hér eftir sem hingað til, það hlutverk alvarlega að halda trúnaði við bæði lesendur og heimildarmenn. Í dag var eins og áður segir óskað eftir af Alþingi að fá gögn DV í hendur. Ekki var neinum þrýstingi beitt, heldur var þess óskað í vinsemd til að auðvelda nefndinni að komast að niðurstöðu vegna þess sem átti sér stað á Klausturbar.

Ekki er hægt að verða við því. Það er svo heimildarmanns DV að ákveða hvort hann telji og vill að þessum upplýsingum sé komið til siðanefndar. DV mun ekki gefa siðanefnd upp netfang heimildarmanns eða upplýsingar til að nálgast hann en mun heldur ekki með nokkrum hætti reyna að koma í veg fyrir að hann komi þeim upplýsingum sem hann býr yfir til nefndarinnar.

Kristjón Kormákur Guðjónsson, aðalritstjóri DV og Einar Þór Sigurðsson aðstoðarritstjóri DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

DV gefur silkibleika KitchenAid hrærivél: Ert þú vinur Matarvefsins á DV?

DV gefur silkibleika KitchenAid hrærivél: Ert þú vinur Matarvefsins á DV?
Fyrir 21 klukkutímum
Skák og mát
Fréttir
Í gær

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“

Facebook logar vegna kattarmyndbands Jóhanns: Biðst innilega afsökunar – handlék hræið og grínaðist – „Þetta er gífurleg óvirðing“
Í gær

Nauðsynlegt að fá samþykki

Nauðsynlegt að fá samþykki