fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Stóru Málin: Þorgerður um þriðja orkupakkann – „Það er ekki verið að ógna neinum hagsmunum þjóðarinnar“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 3. desember 2018 18:09

Valur Grettisson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson.

Hinn svokallaði þriðji orkupakki hefur verið í umræðunni undanfarið og halda margir því fram að hér sé verið að tryggja hækkun á orkuverði hér á landi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, greindi frá því í samtali við Ríkisútvarpið að óvíst væri hvort málið hefði meirihluta á Alþingi og getur það haft áhrif á EES samning Íslands við Evrópusambandið.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar, og ræðir hún meðal annars veiðileyfagjöldin, lán ríkissjóðs til Íslandspósts ásamt því að fara yfir komandi kjarasamninga og bardagana sem munu eiga sér stað vegna þeirra.

Þorgerður Katrín segir að umræðan um þriðja orkupakkann sé dæmi um hvernig stjórnmálamenn blási upp mál og noti rangfærslur í málflutningi sínum til þess að ná í fylgi á andstæðingum Evrópusambandinu. Hún þakkar einnig Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, fyrir að koma sterkur inn í umræðuna um orkupakkann og benda á staðreyndir málsins.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Þorgerði Katrínu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari

Vestfirskur fjölskyldumaður er 130 milljónum ríkari