fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Eitt af þremur pörum gifti sig í Þjóðkirkjunni í nóvember

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. desember 2018 09:12

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt par af hverjum þremur sem gifti sig í síðasta mánuði gifti sig í Þjóðkirkjunni. Helmingur allra para sem giftu sig voru gefin saman hjá sýslumanni. Aðrir giftu sig í öðru trú- eða lífsskoðunarfélagi eða erlendis. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Þjóðskrár.

Hlutur Þjóðkirkjunnar er umtalsvert minni en við aldamót. Þá giftu rúmlega sjö af hverjum tíu pörum í Þjóðkirkjunni. Í ár er það innan við helmingur og eitt par af hverjum þremur hjá sýslumanni.

Af þeim 242 sem gengu í hjónaband í nóvember kusu 122 að gera það hjá sýslumanni, eða 50,4 prósent. 80 giftu sig í þjóðkirkjunni, eða 33,1 prósent. 34 gengu í hjúskap í trú- eða lífsskoðunarfélagi utan þjóðkirkjunnar og 6 giftu sig erlendis. Samkvæmt Þjóðskrá skildu 119 einstaklingar.

Alls hafa 3.502 einstaklingar gengið í hjónaband á fyrstu ellefu mánuðum ársins. Á síðasta ári gengu  3.956 manns í hjónaband og var það metár. Það sem af er árinu hafa 1.178 einstaklingar skilið. Á öllu síðasta ári var fjöldinn 1.394. Hér má lesa samantektina á vef Þjóðskrár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work