fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Edda Sif fékk áfallastreituröskun: „Ekki eðlilegt að þora ekki að sofa einn heima hjá sér“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. desember 2018 08:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er víst ekki eðlilegt að þora ekki að sofa einn heima hjá sér eða forðast staði og aðstæður eins og ég hef gert síðustu allt of mörg ár,“ segir Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV.

Edda Sif sagði frá því í einlægri færslu á Twitter í gærkvöldi að hún hefði greinst með áfallastreituröskun í haust.

Í sumar var fjölmiðlamaðurinn Hjörtur Hjartarson sendur heim af HM í Rússlandi. Það gerðist eftir að hann mætti ölvaður á blaðamannafund landsliðsins og eftir að RÚV lagði fram kvörtun á hendur honum fyrir að hafa áreitt Eddu Sif. Edda Sif kærði hann fyrir líkamsárás árið 2012 en málið fór þó ekki fyrir dóm þar sem þau náðu samkomulagi og Hjörtur viðurkenndi fulla ábyrgð.

Yfirlýsing kom hálfu ári síðar

Það vakti athygli í síðustu viku þegar Samtök íþróttafréttamanna sendu frá sér yfirlýsingu sem sneri að Hirti. Sögðust samtökin harma að ekki hafi verið fjallað um málið fyrr en nú og báðust þau afsökunar vegna þess, hálfu ári síðar.

„Sam­tök í­þrótta­frétta­manna leggja ríka á­herslu á að í­þrótta­frétta­menn geti sinnt störfum sínum án þess að verða beittir of­beldi eða sæta ó­eðli­legri á­reitni af nokkru tagi. Sam­tökin for­dæma því hvers kyns of­beldi og skora á fé­lags­menn að leggja sitt af mörkum við að tryggja öruggt starfs­um­hverfi.“

Sendi formanninum tölvupóst

Edda Sif rekur tildrög þessarar yfirlýsingar í færslu sinni á Twitter í gærkvöldi.

„Það er víst ekki eðlilegt að þora ekki að sofa einn heima hjá sér eða forðast staði og aðstæður eins og ég hef gert síðustu allt of mörg ár. Í haust var mér sagt að ég væri með áfallastreituröskun og í hroka mínum fannst mér það eiginlega bara hljóma fáránlega,“ sagði Edda Sif áður en hún sneri sér að Samtökum íþróttafréttamanna og valinu á íþróttamanni ársins.

Birti hún skjáskot af tölvupósti sínum við Eirík Stefán Ásgeirsson, formann Samtaka íþróttafréttamanna, þar sem hún sagðist ekki hafa það í sér að taka þátt í athöfninni í ár, hvorki kosningunni né hófinu.

„Ég get ekki mætt og skálað og þóst brosa með samtökum sem líta undan þegar félagsmaður beitir annan ofbeldi. Og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Ég vil þó taka fram að margir innan samtakanna sýndu mér stuðning og þessu er ekki beint gegn þeim.“

Kaus í gær

Edda Sif sagði síðan á Twitter í gærkvöldi að yfirlýsing Samtaka íþróttafréttamanna hafi skipt hana miklu máli, þó hún hafi komið seint:

„Í síðustu viku hófst árlegt ferli við að velja íþróttamann ársins og mig langaði ekki að taka þátt. Ég sendi stjórn SÍ þennan tölvupóst og var í kjölfarið beðin afsökunar bæði persónulega og í þessari yfirlýsingu. Það skipti mig máli og ég kaus í gær,“ sagði Edda Sif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“