fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segir íslenskum veiðimönnum til syndanna: Læknirinn brosti yfir dauðu dýrinu – „Til smánar og skammar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. desember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þörf þessara manna á veiðunum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án þarfar eða tilgangs.“

Þetta segir Ole Anton Bieltvedt, pistlahöfundur Fréttablaðsins, í blaðinu í dag. Þar segir hann íslenskum veiðimönnum til syndanna og gagnrýnir þá harðlega sem „hafa fróun og gleði af því, að ofsækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr,“ eins og hann segir í pistlinum.

Eina dýrið sem drepur önnur dýr að gamni sínu

„Í grundvallaratriðum drepa dýr önnur dýr sér aðeins til matar og lífsviðurværis. Sköpunarverkið er byggt á þann veg. Líf og afkoma margra dýra byggist á slíkri lífskeðju náttúrunnar. Við því er vitaskuld ekkert að segja.

Maðurinn er hér þó undantekning. Hann er eina dýrið, sem drepur önnur dýr og lífverur að gamni sínu; sér til fróunar, gleði og skemmtunar,“ segir Ole Anton í grein sinni. Ole Anton, sem er kaupsýslumaður og stofnandi Jarðvina, hefur áður látið sig þessi mál varða. Hafa samtök hans meðal annars staðið fyrir kærum vegna meintra brota á lögum um dýravelferð við framkvæmd veiða á hreindýrum og rjúpum.

Brosandi yfir dauðri bráðinni

Ole Anton virðist hvergi nærri hættur þessari baráttu sinni ef marka má grein hans í Fréttablaðinu í dag:

„Um daginn var afmælisgrein í blaði um lækni á Austfjörðum, sem varð sextugur þann dag. Lagði læknirinn blaðinu til mynd, sem fylgdi greininni, þar sem hann krýpur yfir dauðu hreindýri, sem hann hafði skotið. Heldur hann drápsvopninu hátt í vinstri hendi, en lyftir höfði dauðs dýrsins með þeirri hægri, sperrir sig svo og brosir glaðhlakkalega framan í myndavélina, eins og hann væri hetja, sem hefði verið að vinna stórvirki.“

Ole Anton segir að hér hafi verið um að ræða fullorðinn og væntanlega þroskaðann mann, sextugan lækni. Ole er þeirrar skoðunar að þessi tiltekni læknir ætti frekar að hlúa að lífi, leitast við að vernda það og lækna, ekki bara mannlífi, heldur öllu lífi. „Einkum lífi þess, sem ekkert hefur sér til saka unnið; er ekki aðeins saklaust og varnarlaust, heldur á sér líka engrar undankomu auðið, en hefur tilfinningar; finnur til, fyllist kvíða og ótta, lætur sér annt um afkvæmi sitt og fjölskyldu, eins og við.“

Þörfin yfirleitt engin

Ole er býsna harðorður og segir að þessi tiltekni læknir sé ekki einn um að hafa „fróun og gleði af því, að ofsækja, meiða og limlesta saklaus og varnarlaus dýr“ og loks drepa það, ef það á sér ekki undankomu leið.

„Þessir svokölluðu veiðimenn, sem eru í öllum störfum og stéttum, oft hámenntaðir og háttsettir í þjóðfélaginu, skipta hér mörgum þúsundum. Þörf þessara manna á veiðunum er yfirleitt engin. Þetta virðist snúast um annarlegar innri hvatir; þörfina fyrir að eyðileggja og drepa, án þarfar eða tilgangs,“ segir Ole sem spyr hvort um sé að ræða drápsfýsn, blóðþorsta eða drápslosta.

Hann segir „dýraníðið“ vera einna verst í garð hreindýra. Bendir hann á að í ár hafi mátt drepa fleiri dýr en nokkru sinni, sem skýrist væntanlega af sterkum hreindýrastofni. Þar af voru 1.061 kú og bendir Ole á að yfir þrjú þúsund veiðimenn hafi sótt um. Færri komust því að en vildu.

Kálfarnir háðir mæðrum sínum

„Hvað býr í hjarta og tilfinningalífi þessara manna? Er siðmenningin og mannúðin ekki komin á hærra stig en svo, að drápslosti ræður för? Er þetta kannske drápssýki, sem líkja má við áfengissýki og tóbakssýki? Kannske er þetta krabbamein sálarinnar,“ segir Ole sem útskýrir fyrir lesendum að hreindýrakálfar séu mjög háðir móður sinni fyrstu mánuði ævi sinnar.

„Hreindýrakálfar fæðast margir um mánaðamótin maí/júní. Þeir eru því ekki nema 8 vikna, þegar byrjað er að drepa mæðurnar frá þeim, með og frá 1. ágúst. Við eðlileg skilyrði þyrfti hreindýrakálfur á móður sinni að halda fram á næsta vor.“

Ole vísar í rannsóknir frá Noregi máli sínu til stuðnings. Þær sýna, að sögn Ole, að þegar hreindýrakálfar eru 8 vikna drekka þeir enn móðurmjólkina 8 sinnum í hálfa mínútu á dag, 11 vikna drekka þeir hana 6 sinnum og 16 vikna séu þeir enn að drekka móðurmjókina 5 sinnum á dag.

„Hvernig má það þá vera, að verið sé að drepa mæður þeirra frá þeim 8 vikna gömlum!? Er þá tilfinningalegt áfall og sorg, streita, ótti, óvissa og kvíði umkomulausra og hrakinna ungviða ótalið.

Auk þess eru hreindýrakálfar mjög háðir mæðrum sínum, þegar snjóa tekur og hjarn leggst yfir land, með það að gera krafsholur, þannig, að dýrin komist í fléttur, gras, lyng og annað æti. Þarf til þess stóra, sterka og beitta hófa, sem ungviðið skortir.“

Hann segir að drápin séu ómannúðleg og siðlaus og raunar þeim sem þær stunda „til smánar og skammar“. Ole Anton endar grein sína á þessum orðum:

„Mættu veiðimenn hugsa til þess, að þetta þarflausa og ljóta dráp, fer vitaskuld inn í þeirra karma, og verða menn – fyrr eða síðar – að standa því illa, sem þar er komið, skil. Kann þá kvölin og sorgin, sem þeir ollu saklausum lífverum, að hitta þá sjálfa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“